MATARGATIÐ

laugardagur, október 22, 2005

Pæjuferð til Eindhoven

Við Alma fórum tvær saman með lestinni til Eindhoven í gær. Þetta var alveg snilldarferð hjá okkur. Skemmtilegt að fara svona saman og hanga endalaust í búðum og máta föt.
Reyndar komumst við ekki í nema 3 búðir á þessum 6 klukkutímum sem við vorum þarna, en það er nú annað mál :)
Fórum frá Oisterwijk kl fjögur og vorum komnar kl hálf fimm. Frábært hvað það er stutt á milli staða hérna.
Við fórum í eina svaka flotta skóbúð og keypti Alma sér alveg rosalega flott stígvél. Að sjálfsögðu passaði ég ekki í nein frekar en fyrridaginn. Ömurlegt að vera alltaf með þessa stóru og ljótu fótboltakálfa :(
Síðan lá leið okkar í H&M. Sú ferð tók heila 2 tíma takk fyrir. Ég keypti mér 5 boli, 4 nærfatasett, sokkabuxur, ótrúlega flottan svona korsilett topp og snyrtidót. Þegar við vorum búnar að versla þarna var klukkan að ganga átta, en búðirnar voru opnar til klukkan níu.
Fórum svo í Zoru og þar verslaði ég mér stutt brúnt flauelspyls :)
Alma var mun duglegri en eg að versla og vorum við alveg klyfjaðar þegar við röltum út til að finna okkur veitingastað til að borða á.
Enduðum á því að fara á stað sem er bæði skemmtistaður og veitingastaður. Fengum okkur svaka góðan mat og að sjálfsögðu rauðvín með.
Náðum lestinni heim klukkan ellefu alveg alsælar með daginn :)
Takk Alma mín fyrir frábæran dag.
Ég á eftir að sakna þín sárt þegar þú flytur heim :(
Grátgrát

1 Comments:

  • At 3:52 e.h., Blogger Unknown said…

    Sömuleiðis elsku Dagný...snökkt.
    En við erum sko eftir að endurtaka þetta þegar við heimsækjum ykkur til Hollands.

     

Skrifa ummæli

<< Home