MATARGATIÐ

miðvikudagur, október 26, 2005

Dugnaður eða þannig

Það hefur staðið lengi til að bera á borðstofu húsgögnin mín. Hef trassað það ansi lengi því ég hef bara ekki nennt því.
Tók mig til núna áðan og dreif þetta bara af einn tveir og þrír.
Ég get bara ekki dundað mér við svona hluti, enda tók ekki nema 12 mín. að bera á allt draslið og álíka tíma að þurka það af aftur.

Nú ætla ég hinsvegar að henda mér í snögga sturtu þar sem Grísli sefur úti, hita mér svo afgang frá gærkveldinu (kjúklingabringur marineraðar í sítrónu, hvítlauk og steinselju með steiktu spínati, hvítlauk og skarlottlauk ) sem var frekar góður. Set þessa uppskrift inn við tækifæri :)
Svo var pósturinn að koma rétt í þessu og með honum kom OK blaðið mitt, þannig að ég get aldeilis skoðað nýjasta slúðrið á meðann ég smjatta...mmmmm

1 Comments:

  • At 3:18 e.h., Blogger Dagný said…

    Jebb jebb. Þessi fjölskylda mín er nú bara svona. Það þýðir ekkert að vera neitt að dóla sér. Bara drífa hlutina af og vera svo gjörsamlega punkteraður á eftir.

     

Skrifa ummæli

<< Home