01.10.1944
Þann dag fæddist hann pabbi minn. Hann hefði því orðið 61 árs í dag hefði hann lifað.
Blessuð sé minnig hans.
Það er óhætt að segja að ég sé stundum svolítið lík honum pabba. Hann var frekar mikill öfgamaður og það er ég sko líka. Það er ansi margt annaðhvort í ökla eða eyra hjá manni.
Ég fór í blómabúð í tilefni dagsins. Keypti ekki eina rós eða tíu, heldur sextíu fallegar rósir.
Þetta er t.d eitthvað sem pabba hefði líka dottið í hug.
Ég á aldrei eftir að gleyma því þegar pabbi keypti ljósaperurnar þarna um árið. Það var oft gengið í hús heima á Grenó (sennilega einhverjir Lions karlar í þetta sinn) og allskonar dótarí selt.
Einu sinni var verið að selja ljósaperur og hann Heisi karlinn keypti ekki bara nokkur stk. eins og flestir heldur keypti hann 100 stk. Ég held að það hljóti að vera að mamma eigi ennþá nokkrar eftir.
Einu sinni voru mamma og pabbi á árshátíð eða einhverju svoleiðis með sjóstangveiðifólki. Seldir voru happdrættismiðar þarna og mig minnir að pabbi hafi keypt einhverja 50 miða, enda fékk hann næstum því alla vinningana :)
Gaman að þessu.
Blessuð sé minnig hans.
Það er óhætt að segja að ég sé stundum svolítið lík honum pabba. Hann var frekar mikill öfgamaður og það er ég sko líka. Það er ansi margt annaðhvort í ökla eða eyra hjá manni.
Ég fór í blómabúð í tilefni dagsins. Keypti ekki eina rós eða tíu, heldur sextíu fallegar rósir.
Þetta er t.d eitthvað sem pabba hefði líka dottið í hug.
Ég á aldrei eftir að gleyma því þegar pabbi keypti ljósaperurnar þarna um árið. Það var oft gengið í hús heima á Grenó (sennilega einhverjir Lions karlar í þetta sinn) og allskonar dótarí selt.
Einu sinni var verið að selja ljósaperur og hann Heisi karlinn keypti ekki bara nokkur stk. eins og flestir heldur keypti hann 100 stk. Ég held að það hljóti að vera að mamma eigi ennþá nokkrar eftir.
Einu sinni voru mamma og pabbi á árshátíð eða einhverju svoleiðis með sjóstangveiðifólki. Seldir voru happdrættismiðar þarna og mig minnir að pabbi hafi keypt einhverja 50 miða, enda fékk hann næstum því alla vinningana :)
Gaman að þessu.
5 Comments:
At 6:55 e.h., Nafnlaus said…
hehe góður pistill,erum að fara með appelsínugular rósir á leiðið hjá gamla kriddinu eða old spise.
ja hann var sko geggjaður töffari clint eastwood hvað. fékk þetta ljóð frá honum 27 júli 2004.
ef loftið væri eins tært og sál þín mundi ég aldrey vilja hætta að anda,ef hafið væri tárin þín mundi ég vilja drukna þar,væri himininn einsfallegur og þú vildi ég vera fugl svo ég gæti alltaf verið hjá þér....kv stubbur
At 8:41 e.h., Nafnlaus said…
Hej Dagný mín.
Til hamingju með pabba þinn, blessuð sé minning hans, alveg hló ég þegar ég las þessar öfgar, alveg frekar skemmtilegt.
Bið að heilsa hafið það gott
kv. ARP
At 11:00 e.h., Nafnlaus said…
Til hamingju með pabba þinn Dagný okkar! Ég er svo komin með blogsíðu, svo endilega kíktu á.. svo er náttúrulega síðan hans Sigga á barnalandi..
kveðja af klakanum
Jóhanna og Siggarnir
At 5:30 e.h., Nafnlaus said…
jamm... mér fannst þetta með 60 rósirnar ekkert athugavert þegar þú sagðir mér það í símann!!! sennilega vön. En það var nú eitthvað spes með pabba og ljósaperur. Ég gleymi því heldur ekki þegar ég fór með honum einu sinni í bæinn fyrir jólin og okkur vantaði eina kastaraperu. Hann gekk inn í búðina og spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti kastaraperur og þegar svo var sagðist hann ætla að fá 30 stykki. Nota bene... það voru 6 kastarar í stofunni og perurnar höfðu enst einhver ár fram að þessu. Þegar ég spurði í fáfræði minni hvað hann ætlaði eiginlega að gera við allar þessar perur þá hugsaði hann sig um smá stund og sagði svo:,, já, sennilega er nóg að kaupa sex!!!" Svona var nú hann pabbi okkar skrítinn.
At 9:51 e.h., Unknown said…
Til hamingju með daginn um daginn Dagný mín. Pabbi þinn hefur greinilega verið alveg frábær kall. Hefði verið gaman að hitta hann. Af hverju keyptirðu 60 rósir? Hefði hann ekki orðið 61?
Skrifa ummæli
<< Home