MATARGATIÐ

sunnudagur, október 02, 2005

Svekkelsið mikla

Ji dúdda mía.
Hvað getur maður eiginlega orðið mikið svekktur?

Við skötuhjúin ætluðum aldeilis að gera okkur dagamun í gær. Alma og Gummi (þau hugrökk) tóku að sér að passa grísla fyrir okkur. Við ætluðum aldieilis að eiga saman rómóstund. Fórum í sparigallanum á hjólunum okkar niður í bæ. Leið okkar lá á flottasta staðinn í bænum :). Staðurinn heitir Linnen (fórum þangað með Ölmu og Gumma um daginn) og ætluðum við aldeilis að hafa það hugglegt og eta á okkur gat.
En nei nei. Þetta klikkaði svona líka rosalega :(
Við fórum niður í bæ kl 18:00 og ætluðum við að vera snemma í því, en nei nei.. eigið þið pantað borð??
Við: uuuuu nei
Þau: já ok..það er fullt hjá okkur (nota bene...staðurinn var tómur, enginn inni að eta)
Þá er þetta víst þannig á þessum fl0ttu stöðum, að ef þú átt pantað borð þarna, að þá áttu bara borð þarna allt kvöldið.
Við fórum svo á annan stað sem er mjög flottur (höfum samt aldrei borðað þar) og þar var sama sagan :(
Okkur langaði bara ekkert til að borða á þessum stöðum sem eru þarna í göngugötunni þar sem við höfum borðað hundrað sinnum.
Enduðum svo á því að borða á stað (í einni hliðargötunni) og ó boy ó boy.. þvílíki horrorinn. Þetta er svoleiðis lang lang lélegasti og hallærislegasti staðurinn sem við höfum prófað eftir að við fluttum. :( :( :(
Okkur leist nú kannski ekkert of vel á hann þegar við komum inn, en létum okkur samt hafa það að setjast niður. (nota bene...við vorum í sparifötum, en þarna voru nokkrir gaurar í hlýrabolum og öðru frekar hallærislegu. Ég reyndar tók ekki eftir þvi strax)
Við pöntuðum okkur svo hálfan lítra af rauðvíni og það er óhætt að segja að það var versta rauðvín sem ég hef smakkað á svona stað.
Svo þegar Ægir ætlaði að fá matseðilinn, að þá var það víst ekki í boði. Nei nei..þetta var þá bara svona staður þar sem maður fer bara sjálfur og fær sér af einhverju hallæris hlaðborði :(
Það var ekki í boði að fá sér einhvern einn rétt. Fyrst varð maður að fá sér kaldan forrétt. Þetta var samt án efa skásti rétturinn. Þarna var hægt að fá a.m.k lax og svo var þarna eitthvað hallæris-stöff.
Svo fengum við okkur súpu. Hægt var að velja 3 súpur og völdum við okkur sveppasúpu sem var alls ekki æt.
Svo var það aðalrétturinn. Þá kom nú þjónadruslan og sagði okkur hvað væri í boði og völdum við okkur nautasteikina. Eftir svona 20 sek. kom hann aftur og sagði að við mættum fara að borðinu (hjá kokkinum) og sækja matinn.
Við horfðum svo á þennan aumingja kokk elda steikina okkar sem var gríðarlega skemmtilegt eða þannig. Fengum svo að velja á milli þess að fá franskar eða svona steiktar kartöflur sem eru svona ekta breskur matur..algjört ógeð.
Salatið sem var í boði voru tómatar, gúrka og icebergsalat. Ég varð svo að biðja um sósu, en hún var nú ekki mjög fýsileg.
Steikin var reyndar ekki seig, en bragðið var algjört ógeð, enda borðaði ég ekkert af henni. Í desert átti að vera ískúlur, en við pössuðm alveg á það og fórum út. Enduðum á því að fara á stað inn í bæ sem er mjög góður( tiglio) og þar fékk ég álvöru desert :)
Samt drullufúllt að vera búinn að fá pössun og vera búinn að skella sér í sparigallan, en ekki komast á þann stað sem maður ætlaði sér :( uhhhhuuu.. drullufúllt.
Nú á sko bara að panta borða næsta fimmtudag á Linnen. Alma og Gummi ætla að fara til Frakklands um næstu helgi, þannig að við ætlum bara að nýta þau strax á fimmtudaginn kemur. :) þ.e.a.s ef það verður til borð handa okkur.
Ægir kom nú með alveg rosalega góða samlíkingu á þessu kvöldi okkar. Þið sem þekkið Akureyri, vitið hvaða veitingastaður Friðrik V er (einn sá, eða sá flottasti í bænum) og svo vita allir hvað Lindin er :) en þetta var sem sagt þannig að ef þið ætluðið að fara að borða á Friðrik V (í sparigallanum) og enduðu svo á Lindinni, eða jafnvel í einhverri Esso sjoppu að fá ykkur hammara og franskar) Frekar hallærislegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home