MATARGATIÐ

miðvikudagur, september 28, 2005

Þættirnir mínir

Jæja jæja.
Nú er vetrardagskráin loksins byrjuð og það er nú aldeilis af nógu að taka.
Ég er nú búin að bíða spennt eftir nýju Lost seríunni, Desperate Houswifes, 24, Nip Tuck og Footbollers wifes en þetta eru allt þættir í miklu uppáhaldi hjá mér.
Svo er auðvitað alltaf fínt að kíkja á Survivor, The Amazing Race og alla Idol þættina (frá íslandi, usa og hollandi).
Mæli einnig með þáttum sem heita House. Ég veit að þeir eru sýndir núna á skjá 1 heima. Þið munið kannski eftir krúttinu honum Billy Kennedy sem bjó í Ramsay street?, en nú er hann sem sagt ekki lengur Billy heldur Dr. Robert Chase :) gaman að því.

Ég er búin að sjá einn Lost þátt og je dúdda mía. Hvað er þetta bara spennandi? Ég veit a.m.k núna hvað er ofaní hleranum :) Bíð spennt eftir næsta þætti.

Hef einnig séð 1 þáttinn í nýju Nip Tuck seríunni og Desperate Houswifes og ekki varð ég fyrir vonbrigðum með þá . Frábærir þættir þar á ferð.

Er líka byrjuð að horfa á 2 nýja þætti sem ég hef ekki séð áður og lofa þeir mjög góðu.
Þetta eru þættir sem heita 4400 (held að þeir séu sýndir heima) og svo er þáttur sem heitir Ghost Wisperer.
Hlakka til að sjá meira af þeim.

Það er nú aldeilis gott að eiga stórt og gott sjónvarp :) Verst ef maður fer að fá hálsríg alla daga. Vorum nefnilega að fá sjónvarpsskápinn okkar í gær og er hann heldur stærri en við bjuggumst við. Við erum greinilega ekkert svakalega góð í því að mæla hluti út í búðum. Það er allt miklu stærra þegar það er komið í litlu stofuna okkar.
Við verðum bara að redda okkur með því að setja fullt af pullum og púðum undir rassinn á okkur :) :)

6 Comments:

  • At 12:48 e.h., Blogger Priestys Thoughts said…

    Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

     
  • At 12:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

     
  • At 1:53 e.h., Blogger Dagný said…

    Óþolandi þegar eitthvað lið (sem skilur ekki einu sinni íslensku) út í rassgati commenterar eitthvað bull hjá manni.

    En Hafdís.
    Neibb. Þetta var þvílíka bullið í mér þarna um daginn :( Geisladiskurinn kemur ekki út fyrr en 21 okt. Það var bara smáskífan hans Tripping sem kom út fyrir nokkrum dögum. Frábært lag þar á ferð og flott myndband líka.

     
  • At 10:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    4400 var sýndur hér í fyrravetur eða eitthvað. Mér fannst þeir þrusugóðir. En hvaða lið var að tjá sig þarna fyrir ofan? Voru þetta bara einhverjir perrar? eða hvað er í gangi??? Ég er búin að horfa á einn House þátt. Var búin að sjá hann hjá ykkur :( samt góður :)

     
  • At 10:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hey annars. Geðveikt flottur sjónvarpsskápur. Þetta fer nú að verða ansi dýr ,,ekkipóllandsferð"

     
  • At 11:53 f.h., Blogger Unknown said…

    Sjónvarpið er klikk flott. Við horfuð á fyrsta þáttin af desperate þegar við komum heim frá ykkur í gær. Lögðumst upp í rúm með kósý kvöld. Lakkrís og diet kók. Æði.

     

Skrifa ummæli

<< Home