MATARGATIÐ

mánudagur, október 03, 2005

Litla dýrið mitt.

Hún dóttir mín er alveg ótrúleg. Hún er búin að sofa núna úti í vagni í næstum tíma núna í þvílíka háfaðanum. Nágrannar okkar eru að stækka íbúðina sína þannig að þar eru ótrúlega margir karlar að vinna með allskonar bora og dótarí. Ég hef varla heyrt í sjónvarpinu í dag fyrir látum, en nei nei..mín sefur bara alsæl úti í vagni.
Ótrúlega gott þegar hún nær að sofa svona vel á daginn.
Held að hún sé nú kannski pínu þreytt eftir helgina. Hún er vön að fara að sofa kl 20:00 öll kvöld, en núna um helgina fór hún seinna að sofa öll kvöldin.
Á föstudaginn komu Alma, Gummi, Marteinn og Katrín til okkar í mat. Það var svo gaman hjá krökkunum þannig að hún fór ekki að sofa fyrr en um 21:00.
Á laugardaginn var hún hjá Ölmu og fjölsk. í pössun og vorum við ekki komin heim fyrr en að ganga 21:00 og í gærkvöldi fórum við í mat til Gauta og Annemiek þannig að þá var ekki farið að sofa fyrr en að ganga 22:00.
En hún var samt alveg rosalega dugleg þessi elska :)

Það gengur ekkert að aðlaga hana í ræktinni :(
Ég veit bara ekki hvað er í gangi sko. Hún grenjar bara út í eitt endalaust. Þetta er 4 vikan sem hún er í aðlögun þarna. Núna í morgun, að þá var það í fyrsta skiptið sem hún sagði bara nei nei nei þegar hún sá hvert við vorum komnar :( það hefur hún ekki gert áður. Hefur alltaf verið til í að fara þangað.
Úff..hvað ég væri til í að þetta færi að lagast.
Það er nokkuð ljóst að ég vinn ekki feitabollukeppnina með þessu áframhaldi.

1 Comments:

  • At 9:44 e.h., Blogger Unknown said…

    Hún er nú meiri kellingin.
    EKKI GEFAST UPP. Þú verður að minnsta kosti að vinna keppnina við hana dóttur þína. Hún hlýtur að sigrast á þrjóskunni brátt. Þetta kemur einn daginn, vittu til.

     

Skrifa ummæli

<< Home