Skemmtileg helgi að baki.
Mánudagur aftur og enn.
Ótrúelgt hvað dagar og vikur fljúga hratt áfram. Ég verð orðin þrítug áður en get snúið mér hálfhring svei mér þá :)
Það var mikið borðað af góðum mat alla helgina.
Á föstudagskvöldið eldaði Ægir handa mér uppáhalds pastað mitt. Ég held að ég verði bara að setja inn uppskrift af því hingað inn fljótlega.
Byrjuðum reyndar á því að fara niður í bæ á hjólunum seinni partinn og fengum okkur smá snarl á einum góðum stað. Fengum okkur hráskinku, olífur og brauð með pesto og hvítlaukssmjöri..svaka gott.
Á laugardaginn fórum við snemma til Den Bosch. Alltaf gaman að fara þangað á markað. Veðrið var líka svo æðislegt alla helgin, þannig að maður hefði getað verið úti allan daginn.
Ég fór í H&M og ætlaði að kaupa mér pyls. En ég fann bara ekkert sem mig langaði í. Endaði samt á því að kaupa mér 2 stuttermaboli, 2 hlýraboli, annar svona pínu spari :) voða sætur, og svo fékk ég mér einn æðislegan jakka:) Ég held að ég hafi aldrei átt svona marga jakka. Ég er búin að kaupa mér 3 jakka núna á stuttum tíma.
Fyrir þetta spreð mitt borgaði ég 50 evrur sem er nú ekki mikið.
Ægir og Malín löbbuðu um á meðan ég verslaði. Ótrúlega gott að fá að vera svona aðeins í friði við að skoða og máta :)
Fengum okkur svo hádegissnarl áður en heim var haldið.
Við fórum svo seinnipartinn til Ölmu, Gumma og krakkana. Þau voru búin að bjóða okkur í mat ásamt 2 öðrum pörum. Þettta var síðasta matarboðið þeirra hérna í Hollandinu :( snuff snuff. Nú er sparistellið sennilega bara komið ofaní kassa hjá þeim. En nú eru þau alla daga í því að pakka niður, enda fara þau heim 1 nóvember.
Þetta var alveg snilldarkvöld. Frábært í alla staði. Fengum 3 rétta lúxusmáltíð. Fyrst var boðið upp á smá tapas í snarl, í forrétt var svo sushi, í aðalrétt svínalund með salati, bökuðum kartöflum og góðri sósu. Í desert fengum við svo rosalega súkkulaðiköku með rifsberjum og rjóma..,mmmmm.
Krakkarnir fengu pizzur á undan matnum okkar og svo fóru þau bara að leika sér öll nema Malín, en hún fór bara út í vagn að sofa. Hún var ekkert smá dugleg þessi elska, steinsvaf alveg þangað til við héldum á henni upp í rúm og var þá klukkan langt gengin í fjögur.
Já það var sko mikið gaman hjá okkur :) :)
Við vorum nú frekar þreytt skötuhjúin í gærdag. Það er bara alveg voðalegt að fara svona seint að sofa. Maður er sko ekki vanur svona næturbrölti..úffff.. Okkur langaði bara helst til að sofa í allan gærdag.
En það er víst ekki hægt þegar svona lítill grís er á heimilinu.
Við drifum okkur út fyrir hádegi í gær og hjóluðum niður í bæ (kemur að óvart :)
Fengum okkur súpu og brauð og ég alsæl í nýja hvíta bolnum mínum með fína H&M miðann upp úr hálsmálinu :)
Í gær var nammidagur og allt í einu fattaði ég það að við áttum ekkert nammi. Ég átti ekki einu sinni eina kókdós...frekar lélegt. En sem betur fer var svona kaupsunnudagur í gær og þá eru flestar búðir opnar niðri í bæ. Fórum inn í búð sem heitir Hema og keyptum okkur 500 gr af lakkrís, nachios og salsa, risa súkkulaði og karamellur.
Hámuðum svo í okkur upp í sófa á meðan Malín svaf blundinn sinn.
Við fórum svo aftur í bæinn seinnipartinn og þá á bílnum. Gáfum öndum brauð og við Malín fengum okkur ís.
Ég eldaði svo alveg æðislegan kvöldmat handa okkur í gærkvöldi.
Eldaði skötusel á kryddjurtarisottói :) algjört nammi. Ég mæli eindregið með því að þið prófið þennan rétt.
Nenni samt ómögulega að setja uppskriftina af honum hingað inn núna, en þið sem eigið bókina Fisréttir Hagkaupa getið flett upp á bls. 145. Ég mæli með því að ef þið eldið þennan, að bæta helling af basilikunni og aðeins af rosmarin líka..umm svaka gott.
Svo er það átakið.
Það gengur bara fínt. Ljómandi alveg hreint. Ég verð nú bara að segja það, að það er ekkert mál að vera í svona aðhaldi..eða þannig. Miklu auðveldara heldur en ég bjóst við. Ég hef t.d aldrei svindlað á þessum 3 vikum :) Borða bara hollt alla virka daga, mikið salat, fisk og kjúkling og svo er það bara vatnið, smá hrökkbrauð og ávextir á milli mála.
Það sem mér finnst erfiðast er sennilega það að borða ekkert eftir kvöldmat. Ótrúlegt hvað maður er vanur því að úða í sig einhverju gúmmilaði á meðan það er kveikt á sjónvarpinu.
Svo er það ræktin 5-6 x í viku. En það er nú bara gaman að því. Loksins loksins er Malín hætt að vera með vesen, eða svona næstum því. Hún grætur ennþá þegar ég fer fram, en svo er allt í gúddí.
Hún var í pössun í morgun í næstum einn og hálfan tíma :)
Ég skellti mér nefnilega í body pump tíma með Ölmu og Gumma. Mjög skemmtilegt. Nú bíð ég bara eftir strengjunjum sem ég á pottþétt eftir að fá. Og það verður ekki eins skemmtilegt.
Ááááááii
Ótrúelgt hvað dagar og vikur fljúga hratt áfram. Ég verð orðin þrítug áður en get snúið mér hálfhring svei mér þá :)
Það var mikið borðað af góðum mat alla helgina.
Á föstudagskvöldið eldaði Ægir handa mér uppáhalds pastað mitt. Ég held að ég verði bara að setja inn uppskrift af því hingað inn fljótlega.
Byrjuðum reyndar á því að fara niður í bæ á hjólunum seinni partinn og fengum okkur smá snarl á einum góðum stað. Fengum okkur hráskinku, olífur og brauð með pesto og hvítlaukssmjöri..svaka gott.
Á laugardaginn fórum við snemma til Den Bosch. Alltaf gaman að fara þangað á markað. Veðrið var líka svo æðislegt alla helgin, þannig að maður hefði getað verið úti allan daginn.
Ég fór í H&M og ætlaði að kaupa mér pyls. En ég fann bara ekkert sem mig langaði í. Endaði samt á því að kaupa mér 2 stuttermaboli, 2 hlýraboli, annar svona pínu spari :) voða sætur, og svo fékk ég mér einn æðislegan jakka:) Ég held að ég hafi aldrei átt svona marga jakka. Ég er búin að kaupa mér 3 jakka núna á stuttum tíma.
Fyrir þetta spreð mitt borgaði ég 50 evrur sem er nú ekki mikið.
Ægir og Malín löbbuðu um á meðan ég verslaði. Ótrúlega gott að fá að vera svona aðeins í friði við að skoða og máta :)
Fengum okkur svo hádegissnarl áður en heim var haldið.
Við fórum svo seinnipartinn til Ölmu, Gumma og krakkana. Þau voru búin að bjóða okkur í mat ásamt 2 öðrum pörum. Þettta var síðasta matarboðið þeirra hérna í Hollandinu :( snuff snuff. Nú er sparistellið sennilega bara komið ofaní kassa hjá þeim. En nú eru þau alla daga í því að pakka niður, enda fara þau heim 1 nóvember.
Þetta var alveg snilldarkvöld. Frábært í alla staði. Fengum 3 rétta lúxusmáltíð. Fyrst var boðið upp á smá tapas í snarl, í forrétt var svo sushi, í aðalrétt svínalund með salati, bökuðum kartöflum og góðri sósu. Í desert fengum við svo rosalega súkkulaðiköku með rifsberjum og rjóma..,mmmmm.
Krakkarnir fengu pizzur á undan matnum okkar og svo fóru þau bara að leika sér öll nema Malín, en hún fór bara út í vagn að sofa. Hún var ekkert smá dugleg þessi elska, steinsvaf alveg þangað til við héldum á henni upp í rúm og var þá klukkan langt gengin í fjögur.
Já það var sko mikið gaman hjá okkur :) :)
Við vorum nú frekar þreytt skötuhjúin í gærdag. Það er bara alveg voðalegt að fara svona seint að sofa. Maður er sko ekki vanur svona næturbrölti..úffff.. Okkur langaði bara helst til að sofa í allan gærdag.
En það er víst ekki hægt þegar svona lítill grís er á heimilinu.
Við drifum okkur út fyrir hádegi í gær og hjóluðum niður í bæ (kemur að óvart :)
Fengum okkur súpu og brauð og ég alsæl í nýja hvíta bolnum mínum með fína H&M miðann upp úr hálsmálinu :)
Í gær var nammidagur og allt í einu fattaði ég það að við áttum ekkert nammi. Ég átti ekki einu sinni eina kókdós...frekar lélegt. En sem betur fer var svona kaupsunnudagur í gær og þá eru flestar búðir opnar niðri í bæ. Fórum inn í búð sem heitir Hema og keyptum okkur 500 gr af lakkrís, nachios og salsa, risa súkkulaði og karamellur.
Hámuðum svo í okkur upp í sófa á meðan Malín svaf blundinn sinn.
Við fórum svo aftur í bæinn seinnipartinn og þá á bílnum. Gáfum öndum brauð og við Malín fengum okkur ís.
Ég eldaði svo alveg æðislegan kvöldmat handa okkur í gærkvöldi.
Eldaði skötusel á kryddjurtarisottói :) algjört nammi. Ég mæli eindregið með því að þið prófið þennan rétt.
Nenni samt ómögulega að setja uppskriftina af honum hingað inn núna, en þið sem eigið bókina Fisréttir Hagkaupa getið flett upp á bls. 145. Ég mæli með því að ef þið eldið þennan, að bæta helling af basilikunni og aðeins af rosmarin líka..umm svaka gott.
Svo er það átakið.
Það gengur bara fínt. Ljómandi alveg hreint. Ég verð nú bara að segja það, að það er ekkert mál að vera í svona aðhaldi..eða þannig. Miklu auðveldara heldur en ég bjóst við. Ég hef t.d aldrei svindlað á þessum 3 vikum :) Borða bara hollt alla virka daga, mikið salat, fisk og kjúkling og svo er það bara vatnið, smá hrökkbrauð og ávextir á milli mála.
Það sem mér finnst erfiðast er sennilega það að borða ekkert eftir kvöldmat. Ótrúlegt hvað maður er vanur því að úða í sig einhverju gúmmilaði á meðan það er kveikt á sjónvarpinu.
Svo er það ræktin 5-6 x í viku. En það er nú bara gaman að því. Loksins loksins er Malín hætt að vera með vesen, eða svona næstum því. Hún grætur ennþá þegar ég fer fram, en svo er allt í gúddí.
Hún var í pössun í morgun í næstum einn og hálfan tíma :)
Ég skellti mér nefnilega í body pump tíma með Ölmu og Gumma. Mjög skemmtilegt. Nú bíð ég bara eftir strengjunjum sem ég á pottþétt eftir að fá. Og það verður ekki eins skemmtilegt.
Ááááááii
2 Comments:
At 12:35 f.h., Nafnlaus said…
Það er bara harkan sjö! Go girl!!!
At 9:13 f.h., Unknown said…
Takk fyrir gott kvöld á laugardaginn. Mér finnst þetta frekar fyndið þetta með miðann upp úr... Var nefnilega að skrifa komment hjá Evu mágkonu þar sem hún var líka að lenda í þessu sama..haha. Það eru til fleiri lúðar..hihi
Skrifa ummæli
<< Home