MATARGATIÐ

föstudagur, janúar 06, 2006

Gleðilegt ár

Loksins loksins.
Lang um liðið síðan síðast.
Þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug síðan síðast.

Við fjölskyldan fórum til Íslands yfir jól og áramót og var það glimmrandi alveg hreint. Malín varð reyndar alveg ofboðslega mikið lasin og fórum við með hana einu sinni á bráðamótöku og svo líka upp á barnadeild en það var sem betur fer ekkert alvarlegt að henni. Ég var líka ansi drusluleg nánast allan tímann, með þvílíka kvefið og hálsbólguna :( frekar mikið klúður.
Fengum mikið af góðum mat, gjöfum og skemmtilegum félagsskap. En auðvitað er það alltaf þannig að ekki gefst tími til að heimsækja alla því miður.

Mér fannst hálf hallærislegt að fá engan snjó yfir hátíðirnar. Ég hefði átt að gorta mig aðeiins meira við Hollendingana áður en ég fór heim :(
Var búin að segja þeim að það yrði nú aldeilis gaman að komast aðeins í skafla og snjókomu, geta farið með Malín á þotu í fyrsta sinn og svona...en nei nei. Rauð jól í ár takk fyrir. Þvílíka hallærið. Og það besta er að það kom snjór hérna í Holland og það gerist ekki ofi.

Við fórum út á Grenivík til Einis bróður og fjölskyldu hans um hádegi þann 24 des. Héldum upp á hjólin með þeim ásamt Mömmu og Stínu systur hennar. Þetta var ljómandi fínt. Pakkaflóðið var þvílíkt að ekki tókst að taka upp alla pakkana fyrr en daginn eftir, enda 3 litlir grísir á svæðinu. Við mamma drifum okkur svo í messu kl 22:00 sem var svo notalegt. Við gistum svo bara út á vík og héldum í jólaboð í bænum á jóladag.

Við vorum á gamlárskvöld heima hjá tengdó ásamt Skarphéðni bróður Ægis og hans fjölskyldu. Borðuðum 3 rétta að sjálfsögðu og horðum svo á skaupið. Ég verð nú bara að segja það að mér finnst þetta skaup í ár með þeim betri. Ég hló nánast endalaust, fannst næsum því allt alveg drep fyndið. Björgvin Franz er náttúrulega bara snillingur. Ótrúlega flottur gaur og fyndinn.
Malín horði á skaupið með okkur og fannst það líka voða skemmtilegt. Við ætluðum svo að svæfa hana eftir það en nei nei, ekki séns þar sem það var byrjað að skjóta upp svo svakalega snemma í ár.
Hún fór því ekki að sofa fyrr en að verða eitt greyjið :)
Við Ægir skelltum okkur svo í party til frænku hans Ægis og er það í fyrsta sinn í þessi 6 áramót sem við höfum eitt saman sem við gerum það. Höfum held eg bara alltaf farið frekar snemma að sofa.
Þarna var nánast öll fjölskyldan hans Ægis saman komin, mikið gaman og mikið fjör og vorum við ekki komin heim fyrr en að verða fimm.

Við komum til Hollansd aftur 3 janúar. Fórum suður þann 2 des og gistum við á gistiheimili í Keflavík sem heitir BB guesthause.
Ég mæli sko eindregið með þessu gistiheimili. Nóttin fyrir okkur öll kostaði ekki nema 6000 kr og inn í því var morgunmatur. Konan sem á þetta sagði að okkur væri nú alveg velkomið að fá okkur snarl þarna um kvöldið líka og var Malín ekki lengi að ná sér í smá snarl :)
Svo var ekki verra að við vorum alein í húsinu þessa nótt. Höfðum það bara huggulegt, horfðum á sjónvarpið og notuðum tölvuna sem var þarna. Malín var svaka dugleg, sofnaði bara strax í þessu nýja herbergi alveg sjálf. Henni leist strax mjög vel á sig þarna. Hljóp um allt voða kát og hress.
Við Ægir sváfum reyndar lítið sem ekkert þarna :( því miður. Æj maður er alltaf eitthvað svo stressaður og vitlaus fyrir svona morgunflug.
Ég var mjög fegin að hafa ekki þurft að keyra frá Hafnarfirði snemma um morguninn því það var kolvitlaust veður. Það endaði að sjálfsögðu á því að fluginu var frestað um klukkutíma.
Malín greyjið stóð sig að sjálfsögðu eins og hetja. Var rifin upp kl sex alveg dauð sybbin en var þvílíkt góð í flugstöðinni og í flugvélinni út. Fékk sér klukkutíma blund í vélinni og svo aftur smá blund í bílnumm frá flugvellinum.

Holland.
Það var nú ósköp gott að koma heim. Það er svo skrítið, að það er alveg saman hvar maður býr, það er bara alltaf best að vera heima hjá sér. Og það finnst Malín greinilega líka. Um leið og hún kom inn úr bílnum að þá hljóp hún beint í dótið sitt og byrjaði að púsla öll púslin sín áður en hún fór úr útifötunum. Svo var hún ekkert smá glöð með að sjá gömlu góðu Hollensku teiknimyndirnar í sjónvarpinu aftrur. Hún hefur eiginlega ekki hætt að dansa og syngja síðan við komum heim.
Við byrjuðum nú bara á því að drífa okkur í hjóltúr strax og við komum heim. Það var ósköp hressandi. En þvílíki kuldinn sem er hérna. Það er ekki beint mikið frost, bara svona um frostmark, en samt fer kuldinn einhvernveginn í gegnum öll föt.
Ég er búin að hjóla núna 2 morgna í röð í ræktina og ji dúdda mía. Ég er gjörsamlega að frjósa. Samt í morgun að þá var ég þvílíkt dúðuð. Fór í 2 buxur, bol, íþróttatreyju, flíspeysu og svo lopapeysu, setti á mig húfu, vetlinga og trefil, en samt var mér ógeðslega kalt.
Það verður gott þegar það fer að vora aftur, en það alls ekki svo langt í það hérna hjá okkur :)

Ég ætla að vera obbolega dugleg að borða holt og fara í ræktina 6 x í viku næstu mánuði. Það er fyrsta mæling á morgun eftir jól.
Ég veit reyndar að ég stóð í stað á vigtinni eftir jólin og Ægir léttist :) þvílíkt duglegur. En það er spurning hvað fitumælirinn segir.
Annars vann Ægir keppnina fyrir jól. Man ekki hvort ég var búin að segja frá því. Ég var samt með mjög fínan árangur.
fituprósentan fór úr 26,3 og í 21,6
og svo missti ég 25 cm.

Svo verður bara sett nýtt takmark fyrir páska.
Gaman að þessu.
Jæja ég nenni ekki meiru í bili, enda sennilega lang flestir ef ekki allir löngu hættir að lesa.
Ég er farin á pöbbinn :)
eða a.m.k inn í eldhús til að gefa Malín í gogginn.
Dúí

1 Comments:

  • At 9:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jæja loksins ertu komin heim:) Hef ekkert haft neitt skemmtilegt blogg að lesa öll jólin:) hehe
    En Gleðilegt ár og takk fyrir öll þau gömlu.
    Hér var fjör á jólunum hlaupabóla og svona en drengurinn var ósköp hress og gekk dreif þetta fljótt af sér.
    Verðum í bandi bráðlega
    kv. frá Svíjaríki

     

Skrifa ummæli

<< Home