MATUR :)
Matarþemað fyrir janúar og febrúar eru uppskriftir úr Hagkaupsbókunum góðu. Ég get alveg endalasut legið yfir þessum bókum, spáð og spugulerað :)
Við elduðum okkur suðrænan þorskrétt úr fiskibókinni (í aðeins breyttri útgáfu að vísu) á laugardaginn í annað skiptið núna í janúar og í gær voru það gæsabringur sem smökkuðust alveg sérdeilis vel. Ægir svissaði þetta bara á pönnu, saltaði og pipraði og svo var þetta látið inn í ofn. Sósan var algjört æði, sveppir, smjör, kraftur, rauðvín og rjómi :) og síðan höfðum við steikta kartöfluteninga, gulrætur og lauk og að sjálfsögðu salat.
Við vorum einmitt að spögulera á meðan við smjöttuðum á þessu hvað þetta myndi eiginlega kosta heima. Við borðguðum ekki nema um 500 kr fyrir gæsina. Fáránlegt verð. Ætlum að drífa okkur í vikunni og kaupa okkur fleiri svona bringur. Gott að eiga ef einhver nennir að heimsækja okkur :)
Ég er búin að gera matseðil fyrir allan þennan mánuð. Þetta er eitthvað sem ég hef gert í nokkur ár. Ótrúlega þægilegt að hafa þetta svona. fátt leiðinlegra en að hanga inni í búð og vita ekkert hvað eigi að hafa í matinn um kvöldið. Þetta er bæði svo mikill tímasparnaður og svo getur maður líka sparað í innkaupunum þegar maður fer svona að þessu. Mér finnst ekki fara eins mikið af mat til spillis svona. Ef ég veit t.d að það verði afgangur af kjúklingnum sem ég hef í matinn á sunnudegi, að þá er afgangurinn notaður t.d í pasta eða núðlurétt daginn eftir :)
Hér kemur svo matseðill næstu daga ef ykkur vantar hugmyndir :)
mánud 16. (þessi dagur er oft súpudagur)
karrísúpa (sjá bls 49 í grænmetisbók Hagkaupa)
þri. 17
grillaður lax sem er mareneraður upp úr appelsínusafa, tómatsósu, hvítlauk, sojasosu og engifer, brún hrísgrjón og salat
mið. 18
lasanja og salat
fim. 19
spagettí með tómat, hvítlauk og kryddjurtum, og salat
föst 20 (og þetta er oft salatdagur)
kartöflusalat (sjá bls 102 í grænmetisbók Hagkaupa) með kjúklingabitum
laug 21
skötuselur í mango chutney sósu (sjá bls 72 í fiskbók Hagkaupa)
sun 22
heill kjúklingur fyltur með ýmsu gúmmilaði, grillaður (sjá bls 97 í landsliðsbókinni)
mán. 23
Afrískur pottréttur (sjá grænmetisbók, man ekki bls)
þri 24
quesadellas með grænmeti og kjúkling (sjá bls 57 í landsliðsbók) algjört jommí.
mið 25
hakkbollur með léttrjóma, steiktum sveppum og sætum kartöflum
fim 26
ýsa með skyrsósu, hrísgrjón og salat
nóg í bili :)
Við elduðum okkur suðrænan þorskrétt úr fiskibókinni (í aðeins breyttri útgáfu að vísu) á laugardaginn í annað skiptið núna í janúar og í gær voru það gæsabringur sem smökkuðust alveg sérdeilis vel. Ægir svissaði þetta bara á pönnu, saltaði og pipraði og svo var þetta látið inn í ofn. Sósan var algjört æði, sveppir, smjör, kraftur, rauðvín og rjómi :) og síðan höfðum við steikta kartöfluteninga, gulrætur og lauk og að sjálfsögðu salat.
Við vorum einmitt að spögulera á meðan við smjöttuðum á þessu hvað þetta myndi eiginlega kosta heima. Við borðguðum ekki nema um 500 kr fyrir gæsina. Fáránlegt verð. Ætlum að drífa okkur í vikunni og kaupa okkur fleiri svona bringur. Gott að eiga ef einhver nennir að heimsækja okkur :)
Ég er búin að gera matseðil fyrir allan þennan mánuð. Þetta er eitthvað sem ég hef gert í nokkur ár. Ótrúlega þægilegt að hafa þetta svona. fátt leiðinlegra en að hanga inni í búð og vita ekkert hvað eigi að hafa í matinn um kvöldið. Þetta er bæði svo mikill tímasparnaður og svo getur maður líka sparað í innkaupunum þegar maður fer svona að þessu. Mér finnst ekki fara eins mikið af mat til spillis svona. Ef ég veit t.d að það verði afgangur af kjúklingnum sem ég hef í matinn á sunnudegi, að þá er afgangurinn notaður t.d í pasta eða núðlurétt daginn eftir :)
Hér kemur svo matseðill næstu daga ef ykkur vantar hugmyndir :)
mánud 16. (þessi dagur er oft súpudagur)
karrísúpa (sjá bls 49 í grænmetisbók Hagkaupa)
þri. 17
grillaður lax sem er mareneraður upp úr appelsínusafa, tómatsósu, hvítlauk, sojasosu og engifer, brún hrísgrjón og salat
mið. 18
lasanja og salat
fim. 19
spagettí með tómat, hvítlauk og kryddjurtum, og salat
föst 20 (og þetta er oft salatdagur)
kartöflusalat (sjá bls 102 í grænmetisbók Hagkaupa) með kjúklingabitum
laug 21
skötuselur í mango chutney sósu (sjá bls 72 í fiskbók Hagkaupa)
sun 22
heill kjúklingur fyltur með ýmsu gúmmilaði, grillaður (sjá bls 97 í landsliðsbókinni)
mán. 23
Afrískur pottréttur (sjá grænmetisbók, man ekki bls)
þri 24
quesadellas með grænmeti og kjúkling (sjá bls 57 í landsliðsbók) algjört jommí.
mið 25
hakkbollur með léttrjóma, steiktum sveppum og sætum kartöflum
fim 26
ýsa með skyrsósu, hrísgrjón og salat
nóg í bili :)
4 Comments:
At 9:53 f.h., Unknown said…
Mango chutney skötuselurinn er mjög góður.
Hlakka til að heyra hvernig fyllti kjúllinn er. Var að pæla í að prófa hann.
Afríski pottrétturinn er líka góður.
Hvernig er uppskriftin af þessari skyrsósu?
At 11:40 e.h., Nafnlaus said…
veistu ég held bara að þið hjónaleysin séuð mesta matarfólk sem ég þekki;))
At 11:31 e.h., Nafnlaus said…
rosalega sniðugt hjá þér (ykkur) að skipuleggja sig svona og nota hagkaupsbækurnar þær eru rosalega góðar.. kveðja Linda :)
At 10:02 e.h., Dagný said…
alma:
Skyrsósa = Skyr (eða kwark hér í Hollandi :) blandað saman við smá sýrðan rjóma eða majónes fyrir þá sem ekki eru í hollustunni (notaði það hérna áður fyrr) og fullt af karríi
c.a ein dolla af skyri á móti 2 matskeiðum af sýrðum eða majó og fullt fullt af karríi.
þetta er svo sett yfir fiskinn og bakaði í ofni...jommmmmmí
Bogga mín.
jebb...mikið rétt hjá þér.
matur er GÓÐUR :)
Hafdís.
Ég er í því að færa á milli daga hægri vinstri, bíttar ekki máli. Það er bara svo svakalega þægilegt að vera búin að ákveða matseðilinn svona langt fram í tímann. Sérstaklega þegar við kaupum inn. Æði æði æði.
og Linda íþróttaálfurinn minn :)
jebbbb Hagkaupsbækurnar eru æði.
Skrifa ummæli
<< Home