MATARGATIÐ

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Body pump

Mætti í morgun kl 9:15 í tíma. Ji hvað það er erfitt að drattast af stað svona snemma dags. Við Malín ekki alveg komnar í gírinn á þessum tíma dags.
En það er nú gaman að segja frá því að það er komið nýtt æfingaprógram í pumpinu :) Alveg kominn tími á það. Ég var orðin ansi leið á gömlu lögunum og æfingunum líka. Og Alma :) Roland bara að verða nokkuð sjóvaður í þessu..ruglast ekkert svo mikið lengur og er bara í þvílíka stuðinu. Hann stagglast reyndar ennþá alveg hrikalega mikið á VÁÁÁÁ OG MOOI :)
En hvað er eiginlega málið með þessa body pump kennara??? þeir eru allir svo hrikalega laglausir og falskir. Merkilegt.

1 Comments:

  • At 2:55 e.h., Blogger Unknown said…

    Gott að heyra af nýju æfingunum og lögunum. Já maður getur orðið ansi þreyttur á þessum endurtekningum í margar vikur í einu. Ennnn.... ég þarf víst ekki að hafa áhyggjur af því eins og er þar sem ég fer ekkert í neina rækt núna, þeas á stöð. Fer út að hlaupa amk 3svar í viku og hjóla svo 6km á dag, úr og í vinnu. Og hér er það sko púl. Brekkur upp og niður ásamt fullt af snjó og slabbi svo ekki sé minnst á engar hjólabrautir..uhu

     

Skrifa ummæli

<< Home