MATARGATIÐ

mánudagur, janúar 09, 2006

Er ekki hægt að fá einhverjar pillur við leti?

Ég get svo svarið það.......er bara ekki að nenna neinu í dag.
Er búin að liggja yfir hér & nú og DV á netinu í marga klukkutíma.
Gáfulegt eða þannig.

Annars var helgin bara stórfín.
Rólegheit á föstudaginn. Fórum í verslunarleiðangur, skruppum á pubb og fengum okkur smá tapas. Vorum komin upp í rúm kl tíu frekar kósí.
Brösuðum helling á laugardeginum hérna heima. Elduðum okkur jommí gott úr nýjustu Hagkaupsbókinni, horfðum á Hollenska idolið og spiluðum skrabbl til að verða eitt.
Tókum því svo rólega í gær. Röltum í bænum um hádegi í gær í flottu veðri, gáfum bra bra brauð og kíktum í búðarglugga.
Gauti og Annemieke komu svo í mat í gærkvöldi og stöppuðu heillengi. Fóru heim kl að verða eitt, enda Annemieke orðin ansi lúin enda komin 9 mánuði á leið :)
Ég útbjó fínar snittur í forrétt og Ægir græjaði heimatilbúið raviólí með þurkaðri skinku, mozzarella og basiliku.

Ég vona svooo að lyklaborðið okkar fari nú að koma svo að ég geti farið að vera á msn aftur og verið duglegri í blogginu. Það eru nokkrir stafir ónýtir í því og því ómögulegt að skrifa á það. Þarf því að vera hérna uppi í tölvuherbergi í gömlu tölvuni okkar þegar ég ætla að skrifa eitthvað hingað inn. (aumingja ég)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home