Fyndið atvik.
Ég má til með að deila með ykkur ótrúlega fyndnu atviki sem við fjölskyldan sáum um helgina. Þetta er samt því miður ekkert fyndið svona á blaði. Þið hefðuð þurft að vera á staðum held ég bara.
En..
það var þannig að við vorum að keyra hér í bænum (bara í næstu götu við okkar götu) þegar við mætum hjónum úti á labbi með risa stóran hund í bandi, eða það fannst okkur svona í fyrstu. En nei nei...þegar við vorum komin gjörsamlega við hliðinu á þessu fyribæri að þá tókum við glögglega eftir því að ekki var um risavaxin hund var að ræða heldur lamadýr. Jebb. Liðið var úti að viðra lamadýrið sitt svona á sunnudagsmorgni.
Sætt.
Eða þannig.
Við hlógum ekkert lítið af þessu. Ég fussaði yfir því að hafa ekki verið með myndavélina á mér og Ægir var mikið að spá í að snúa við til að sjá þetta aftur.
Þetta atvik bjargaði nú alveg deginum.
En..
það var þannig að við vorum að keyra hér í bænum (bara í næstu götu við okkar götu) þegar við mætum hjónum úti á labbi með risa stóran hund í bandi, eða það fannst okkur svona í fyrstu. En nei nei...þegar við vorum komin gjörsamlega við hliðinu á þessu fyribæri að þá tókum við glögglega eftir því að ekki var um risavaxin hund var að ræða heldur lamadýr. Jebb. Liðið var úti að viðra lamadýrið sitt svona á sunnudagsmorgni.
Sætt.
Eða þannig.
Við hlógum ekkert lítið af þessu. Ég fussaði yfir því að hafa ekki verið með myndavélina á mér og Ægir var mikið að spá í að snúa við til að sjá þetta aftur.
Þetta atvik bjargaði nú alveg deginum.
3 Comments:
At 11:59 f.h., Nafnlaus said…
OMG... frekar fyndið að sjá þetta fyrir sér. Já gæludýrin eru margvísleg á bæjunum.
At 4:57 e.h., Nafnlaus said…
hehehe jahá þetta hefur nú sennilega verið skondin sjón og ekki hefði ég nú hikað við að snúa mér við og horfa, hehe eða það er nú reyndar þannig hér að hann Einsi skammast sín nú stundum aðeins fyrir kellu sín þegar hún starir bara eins og lítill krakki á eitthvað skrítið fólk eða fólk sem er eitthvað öðruvísi en aðrir.... hehehe það er gaman að þessu;)
At 10:02 e.h., Unknown said…
Við sáum þau líka einu sinni á röltinu þarna í bænum. Marteinn er enn að segja þessa skondnu sögu af lamadýrinu. Sammála, ekkert smá fyndið að sjá þetta svona með eigin augum.
Skrifa ummæli
<< Home