MATARGATIÐ

mánudagur, febrúar 06, 2006

Eurohelgi að baki.

Skemmtileg helgi sem samanstóð af miklu euroglápi og góðu áti.
Ægir kom heim frá Danmörku um kl 21:00 á föstudagsvöldið. Mikið rosalega er nú næs þegar hann stoppar svona stutt í burtu. Það hafa bara ekki verið neinar langar vinnuferðir hjá honum frá því við fluttum hingað út. En nú er akkúrat 1 ár síðan við fluttum hingað til Hollands :) eða réttara sagt var það í gær þann 5 feb.
Ég var búin að útbúa voða mikið gotterí handa okkur þegar hann kom heim, litlar snittur með mozzarella, tómötum og basiliku og svo snittur með risarækjum, hvítlauki, chilli, rauðlauki og sítrónusafa...jommmí.

Laugardagurinn var æði æði. Tókum daginn snemma. Vorum mætt niður um kl átta öll saman. Fengum okkur morgunmat og drifum okkur svo á hjólunum okkar niður í bæ. Gáfum bra bra sem voru þvílíkt hungurmorða greyjin. Ætli við séum ekki bara þau einu sem erum að gefa þessum greyjum brauð eftir að upp kom þetta fuglaflensuvesen.. Þær voru a.m.k mikið glaðar að sjá okkur og ekki var Malín fúl með þessa ferð.
Versluðum okkur í matinn og komum við á kaffihúsi og í bakaríi á leiðinni heim.
Malín steinsvaf svo úti í vagninum sínum í 3 tíma eftir hádegið og höfðum við Ægir það alveg obboelga gott á meðan. Horfðum t.d á fullt af skemmtilegum þáttum. Ég má til með að nefna einn þátt sem við erum mikið að glápa á þessa dagana. Hann heitir how I met your mother. Veit ekki hvort það sé verið að sýna hann heima.
Borðuðum svo tvírétta um kvöldið (að sjálfsögðu :) ferskur apas með parmaskinku og fl. í forrétt og grillað naut í aðalrétt. Horfðum svo að sjálfsögðu á euroið. Verð nú að hrósa sjónvarpinu fyrir það að hafa keppnina svona stóra og flotta í ár, en á sama stað verð ég bara að fá að drulla yfir það fólk sem á lög í þessari keppni. Hvað er bara í gangi? Flest þessara laga eru svo skelfilega léleg já og textarnir, ekki eru þeir betri. Mér finnst nú að það ættu að koma betri lög í þessa keppni þar sem það bárust rúmlega 200 lög. Ég er farin að hallast að því að það sé bara ekkert hlustað á þau lög. Það er sennilega bara teknir svona einhverjir inn sem gætu mögulega samið eitthvað af viti. En svo eru þetta aðalega sama liðið sem eiga öll þessi lög.
Einu lögin sem eru ekki drullu léleg að mínu mati eru:
Þér við hlið með Regínu Ósk (þrusu sönkona, flott lag og ég er viss um að það henti bara ljómandi vel þarna út)
Andvaka með Guðrúnu Árnýju (hef aldrei verið aðdáandi hennar, en þarna kemur hún nokkuð sterk inn. Hrikalega mikið gæsahúðarlag á köflum og ekki skemmir kjóllinn)
Strengjadans með Davíð. Þ. Olgeirs. (ekki sigurlag samt)
Til hamingju Ísland með Silvíu Nótt(fínt lag, ótrúlega fyndið og mikið skemmtilegt að gerast á sviðinu, já og svo var hrikalega gaman að sjá Sigguna þarna í bakrödd. Sýna meira af henni næst. Þetta er eina lagið sem ég fékk strax á heilann þegar ég heyrði það fyrst. Er ekki einmitt málið að lögin verði ekki búin að gleymast fyrir atkvæðisgreisluna?) og svo
Mynd af þér með Birgittu. (það þarf að gera miklar gloríur við þetta lag svo það nái að gera sig þarna úti. Allt of rólegt og kraftlaust. Held að það geti samt orðið þrusugott)

Ætla að dæma um það þann 18 feb. hver mér finnst að ætti að fara fyrir okkar hönd. Það veður gaman að sjá þessi lög aftur. Vonandi verður bara búið að gera þau betri og flottari.
En já eitt enn.
Hvað er eiginlega í gangi með hárgreiðslurnar þarna? Þvílíki horrorinn...jakk. ótrúlegt, er þetta í tísku þarna heima?? Þá vel ég frekar Hollensku tískuna takk fyrir. Eina stelpan sem var ekki með ljótt hár var Birgitta. Allar hinar með einhvarja trúða júða hallæris dúllur.

Sunnudagurinn var fínn.
Skruppum til Eindhoven. Gerðum samt ekki mikið. Fórum á kaffihús og fengum okkur kakó og kaffi :) vroum að krókna úr kulda.
Malín svaf aftur í 3 klukkutíma úti þannig að það var glápt á sjónvarpið og smjattað á ís og nammi :) Elduðum okkur svo rosa góðan lambakjötspottrétt eftir uppskrift frá Jamie Oliver. Rosa gott.
Ég horfði nú líka á Norsku úrslitakeppnina í gær. Var búin að horfa nokkur lög líka á laugardaginn. Sigurlagið er þrusufínt.

Jæja
held að það sé komið miklu meira en nóg í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home