MATARGATIÐ

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ég er alveg með rugluna.

Gleymdi nú bara einu flottasta laginu í keppninni þegar ég var að segja frá því hvaða lög ég væri heitumst fyrir.
Það er lagið
Það sem verður, flytjandi Friðrik Ómar krúttilíus.
Fannst þetta bara fínt lag, pínu stuð og svo er hann bara svo mikið krútt :)

Og enn meira euro.
Þetta er nátturlega bara skemmtilegasti tími ársins eða a.m.k ekki fjarri því. Það verður gaman að fylgjast með næstu keppnum. Belgía er rétt að byrja með sínar keppnir, Svíþjóð byrjar þann 18 og svo er Holland með keppni á næstunni líka. Veit ekki með þá Þýsku og svo má maður ekki missa af þeirri bresku heldur. Hef samt ekkert heyrt um hana ennþá.
Spennandi.

Ég held samt að ég vita hvað við þurfum til að vinna þetta í Grikklandi.
Söng og reynslu Regínu, húmorinn og fyndnina hjá Sylvíu Nótt, krúttleika Friðriks, útlit Birgittu, sambland af kjólum Regínu og Guðrúnar Árnýjar, og bjartsýni Geirs Ólafs.
Er það ekki málið?

2 Comments:

  • At 11:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    er svo ekki danska júrókeppnin núna um helgina, 11. feb?

     
  • At 11:39 f.h., Blogger Dagný said…

    Hey
    það þarf aldeilis að tékka á því. :)
    Hún verður örugglega skemmtileg.

     

Skrifa ummæli

<< Home