MATARGATIÐ

þriðjudagur, mars 21, 2006

Er einhver með tillögu?

Nú er alveg kominn tími á nýtt ilmvatn hjá mér.
Ég er búin að nota ilmvötnin frá Naomi og She frá Armani ótrúlega lengi og finnst mér tími til kominn á tilbreytingu.
Hér fyrir nokkrum árum notaði ég einungis rakspíra þar sem mér finnst einfaldlega lyktin af þeim yfirleitt betri, en nú verð ég að vera svolítið settleg, enda alveg að verða frú :)
Hér eru smá punktar.
Það þarf að vera milt
ferskt, alls ekki þungt eða mikið kryddað.
létt og þægilegt (vil ekki anga langar leiðir og því kemur Angel ilmvatnið alls ekki til greina)
það má vera pínu sætt og allt í góðu ef það er með pínu blómailmi.
Eruð þið einhverju nær?
Vitið þið ekki alveg upp á hár að hverju ég er að leita :)

Ég er bara þannig að alltaf þegar ég fer í svona snyrtibúðir að þefa, að þá næ ég ekki að þefa af nema svona 5 glösum þegar mér er orðið virkilega flökurt, komin með hausverk og yfirliðstilfiningu. Ef ég væri bara með einhver ákveðin í huga að þá væri þetta ekki svona mikið mál.
Hefur einhver fundið ilminn af ilmvatninu sem Sarah Jesica Parker auglýsir? Held það heiti Lovely. Ég er viss um að það sé ilmvatnið mitt, veit ekkert af hverju en Oprah fýlar það í botn :) Hef bara ekki séð það hérna í búðum :(
Komið endilega með tillögur.

4 Comments:

  • At 4:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Light blue frá Dolce & gabbana finnst mér mjög gott og held ég að það falli í þennan flokk sem þú leitar af
    Alma

     
  • At 6:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gloria frá Chacarel... Geggjað. Búin að nota það í mörg ár. Er samt hætt að fást hér, veit ekki hvort það fáist þarna úti... Milt en samt alveg geggjuð lykt...Verst að maður finnur samt hana ekki nema þegar að maður er nýbúin að setja hana á sig.... Mmmm mæli með henni... Sjáumst um páskana gella :)

     
  • At 10:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    OMG OMG OMG!
    Ég held að ég ráði við flestar aðrar spurningar en þessa þar sem fólk verður bara að þola mína eigin líkamslykt vegna hausverks sem fylgir ávallt í kjölfarið af smá lykarúða á skrokkinn!!!
    Try another question for me:-)))

     
  • At 12:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég notaði noa fra chacarel hún er mjög góð en núna er ég að nota nýjan ilm frá calvin Klein sem heitir euphoria ég var smá stund að venjast honum en núna finnst mér hann alveg geggjaður er að fara að fá annað glasið mitt núna bráðlega. gangi þér vel í leytinni ég kannast mjög vel við þetta vandamál við mæðgur erum eins og þú mamma öllu verri ef eitthvað er :O)

     

Skrifa ummæli

<< Home