Brúðkaupið. (fyrir ykkur sem misstuð af þessum skemmtilega degi)
17 apríl var frábær dagur sem við gleymum seint.
Allt heppnaðist svo svakalega vel, allir svo glaðir og kátir og ánægðir með veisluna okkar :)
Mætingin var framar öllum vonum en aðeins 6 af rétt rúmlega 100 komust ekki. Einn var í prófum í Reykjavík og 3 erlendis í leikskólakennaraferð og svo eru Anna Rósa og Sigmund búsett í Svíþjóð og komust því ekki :(.
Dagurinn byrjaði nú mjög rólega hjá mér. Ég svaf heima hjá mömmu nóttina fyrir og var það alveg dásamlegt. Ég svaf svona líka vel í gamla rúmminu mínu sem ég eignaðist eftir ferminguna mína :)
Ég vaknaði bara ekkert alla nóttina og vaknaði bara endurnærð klukkan hálf átta, en þá var Baldur Leó frændi minn kominn á ról.
Ég mamma og Linda fengum okkur smá morgunsnarl saman en svo ruku þær upp í sal að klára að redda hinu og þessu og ég bara sat og beið og boraði í nefið eða eitthvað álíka. Fór nú reyndar í langa sturtu en svo bara beið ég eftir Lindu Rós vinkonu en hún kom til mín klukkan hálf ellefu til að sjá um förðun og greiðslu. Það skot gékk hjá okkur, hún Linda Rós klikka ekki frekar en fyrri daginn. Hún var ekki nema 2 tíma að gera mig alveg hreint glerfína :)
Rétt fyrir kl tvö byrjaði svo stressið. Einir, Bogga og krakkarnir voru þarna líka og allir að rembast við að klæða sig og gera sig klára. Mamma hentist á síðustu stundu í sturtu og þar sem hún var í peysufötum að þá tók það hana lengri tíma að klæða sig heldur en mig. Við vorum svo rétt lög af stað út í krikju þegar ég fattaði það að ég hefði gleymt töskunni minni þannig að það var snúið við og hún sótt. Við vorum svo komin í krikjuna á slaginu þrjú :) Athöfnin byrjaðiu nú samt ekki fyrr en svona korter yfir þar sem við mamma mundum bara ekkert hvoru megin ég ætti að labba inn, en það skiptir jú máli. Einir var því sendur inn á undan til að tala við Danna frænda sem gaf okkur saman. :) Það er kannski ekki nema von að maður muni þetta því engin var æfingin. Alma María vinkona kom svo ásamt honum Gumma sínum að sunnan um morguninn til að syngja fyrir okkur í krikjunni:) Hún söng fyrst Perfect day með Duran Duran (sem Lou Reed á) og síðan söng hún Okkar Nótt með Sálinni:) Þúsund þakkir fyrir það enn og aftur Alma mín.
Þetta gékk samt alveg glimmrandi vel, við sögðum jú bæði já og er það nú fyrir mestu :) :)
Það var bara eitt sem gleymdist í öllu stressinu og það var slörið mitt. Ég sem hafð keypt þetta dýra fína slör til að nota í krikjunni en svo bara mundi enginn eftir því áður en ég fór. Ég er samt ekkert fúl yfir því, enda var ég bara fínni án þess. Setti það nú samt í gamni upp í veislunni í smá stund til að sína fólkinu hvernig ég átti að líta út í kirkjunni.
Veislan var mjög skemmtileg og flott. Allt gékk ljómandi vel og allir skemmtu sér frábærlega. Maturinn var ljómandi góður og allir borðuðu vel, ja nema ég kannski. Ég bara hafði enga lyst fyrr en seint um kvöldið, en þá raðaði ég í mig svínakjeti og graflaxi.
Það voru 4 skemmtileg skemmtiatriði hjá okkur. Erla Valdís vinkona var með ræðu um mig, eða okkur frá því í gamla daga. Virkilega skemmtileg :) og svo var Bjössi vinur Ægis með ræðu um Ægi. Báðar virkilega skemmtilegar og það var mikið hlegjið yfir þeim. Haukur bróðir mömmu og Guðjón sonur hans voru svo með flott atriði. Þeir spiluðu á 2 gítara og sungu flotta Þýska, Hollenska og Hawaiska (eða hvað segir maður eiginlega?) slagara. Þeir byrjuðu nú að segja það að þetta hentaði nú kannski betur í gullbrúðkaup þar sem þetta er kannski ekki svona tónlist sem svona unglingar eins og við hlustum á :), en við skemmtum okkur voða vel. Mér skildist samt að það hefðu sumir á vinaborðunum okkar ekki alveg vitað hvernig þeir ættu að haga sér til að byrja með. Vissu ekki alveg hvort þetta ætti að vera grín eða ekki og þorðu ekki að hlægja fyrst um sinn. Linda systir var síðan búin að gera þetta líka flotta myndasjóv fyrir okkur. Var búin að tína saman myndir af okkur frá því við fæddumst og alveg upp úr. Æðislega gaman að sjá það :)
Fyrstu gestirnir byrjuðu að tínast heim að ganga tíu en flestir stoppuð lengur og síðustu gestirnir fóru ekki fyrr en fjölskyldur okkar voru búnar að ganga frá :) gaman að því.
Einir bróðir keyrði okkur Ægi svo í bústað upp í Kjarnalundi rétt rúmlega tólf en þá var nú alveg kominn tími á mann eftir langan dag. Það var frekar ógeðslegt veður úti, snjókoma og leiðindi en við létum það nú ekki stoppa okkur og drifum við okkur í heitapottinn úti sem var frekar næs.
Við vöknuðum svo alsæl kl níu morguninn eftir og fengum okkur morgunsnarl og svo var bara skriðið aftur í ból. Við steinsváfum svo til hádegis en það hefur nú ekki gerst oft síðan Malín fæddist, enda er ekki mikið um það að hún sé í pössun þessi elska.
Við opnuðum svo pakkana okkar ekki fyrr en um kvöldið og meira að segja kláruðum við þá ekki fyrr en þarnæsta dag. :) Fengum svakalega mikið af flottum og fínum gjöfum og alveg fullt fullt af peningum sem er nú ekki slæmt. Þúsund þakkir og knús fyrir allt þetta fínarí allir samana.
Ætlum að kaupa okkur matarstell, pottasett og hnífasett fyrir peningana og samt eigum við sennilega afgang :) Það verður ekki leiðinlegt að velja þetta allt :) :) :)
Þessar 2 vikur voru alveg hrikalega fljótar að líða og mér fannst ég ekki hafa haft neinn tíma til að heimsækja vini og ættingja. Það verður bara að bíða þar til næst.
Enn og aftur vil ég svo þakka öllum fyrir hjálpina. Án ykkar hefði þetta bara ekki tekist. Linda systir var veislustjórinn og stóð hún sig eins og best verður á kosið...knús knús til þín. Mamma var líka frekar mikið öflug eins og við var að búast :) Tengdó hjálpuðu svo að sjálfsögðu helling helling, takk Linda Rós enn og aftur og takk Alma, þúsund þakkir Einir bró fyrir allt skutlið og fleira og takk Bogga bogg fyrir hjálpina við að skreyta salinn. Takk takk Rúnar og Brynhildur fyrir að sjá um alla drykkina og fl. Takk Bjössi fyrir að taka svona hrikalega flottar myndir af okkur og góða ræðu, takk Erla sperlan mín fyrir þína flottu ræðu líka og bara fyrir að vera alltaf Erla vinkona :), já og takk Haukur og Guðjón og ekki síst Danni frændi fyrir að gefa okkur saman. :)
Ekki má svo gleyma öllum sem hjálpuðu svo við að taka til í salnum eftir veisluna :) þúsund þakkir.
Jæja nú held ég að það sé miklu meira en nóg komið.
Set inn myndir fljótt.
Knúserí knús.
Allt heppnaðist svo svakalega vel, allir svo glaðir og kátir og ánægðir með veisluna okkar :)
Mætingin var framar öllum vonum en aðeins 6 af rétt rúmlega 100 komust ekki. Einn var í prófum í Reykjavík og 3 erlendis í leikskólakennaraferð og svo eru Anna Rósa og Sigmund búsett í Svíþjóð og komust því ekki :(.
Dagurinn byrjaði nú mjög rólega hjá mér. Ég svaf heima hjá mömmu nóttina fyrir og var það alveg dásamlegt. Ég svaf svona líka vel í gamla rúmminu mínu sem ég eignaðist eftir ferminguna mína :)
Ég vaknaði bara ekkert alla nóttina og vaknaði bara endurnærð klukkan hálf átta, en þá var Baldur Leó frændi minn kominn á ról.
Ég mamma og Linda fengum okkur smá morgunsnarl saman en svo ruku þær upp í sal að klára að redda hinu og þessu og ég bara sat og beið og boraði í nefið eða eitthvað álíka. Fór nú reyndar í langa sturtu en svo bara beið ég eftir Lindu Rós vinkonu en hún kom til mín klukkan hálf ellefu til að sjá um förðun og greiðslu. Það skot gékk hjá okkur, hún Linda Rós klikka ekki frekar en fyrri daginn. Hún var ekki nema 2 tíma að gera mig alveg hreint glerfína :)
Rétt fyrir kl tvö byrjaði svo stressið. Einir, Bogga og krakkarnir voru þarna líka og allir að rembast við að klæða sig og gera sig klára. Mamma hentist á síðustu stundu í sturtu og þar sem hún var í peysufötum að þá tók það hana lengri tíma að klæða sig heldur en mig. Við vorum svo rétt lög af stað út í krikju þegar ég fattaði það að ég hefði gleymt töskunni minni þannig að það var snúið við og hún sótt. Við vorum svo komin í krikjuna á slaginu þrjú :) Athöfnin byrjaðiu nú samt ekki fyrr en svona korter yfir þar sem við mamma mundum bara ekkert hvoru megin ég ætti að labba inn, en það skiptir jú máli. Einir var því sendur inn á undan til að tala við Danna frænda sem gaf okkur saman. :) Það er kannski ekki nema von að maður muni þetta því engin var æfingin. Alma María vinkona kom svo ásamt honum Gumma sínum að sunnan um morguninn til að syngja fyrir okkur í krikjunni:) Hún söng fyrst Perfect day með Duran Duran (sem Lou Reed á) og síðan söng hún Okkar Nótt með Sálinni:) Þúsund þakkir fyrir það enn og aftur Alma mín.
Þetta gékk samt alveg glimmrandi vel, við sögðum jú bæði já og er það nú fyrir mestu :) :)
Það var bara eitt sem gleymdist í öllu stressinu og það var slörið mitt. Ég sem hafð keypt þetta dýra fína slör til að nota í krikjunni en svo bara mundi enginn eftir því áður en ég fór. Ég er samt ekkert fúl yfir því, enda var ég bara fínni án þess. Setti það nú samt í gamni upp í veislunni í smá stund til að sína fólkinu hvernig ég átti að líta út í kirkjunni.
Veislan var mjög skemmtileg og flott. Allt gékk ljómandi vel og allir skemmtu sér frábærlega. Maturinn var ljómandi góður og allir borðuðu vel, ja nema ég kannski. Ég bara hafði enga lyst fyrr en seint um kvöldið, en þá raðaði ég í mig svínakjeti og graflaxi.
Það voru 4 skemmtileg skemmtiatriði hjá okkur. Erla Valdís vinkona var með ræðu um mig, eða okkur frá því í gamla daga. Virkilega skemmtileg :) og svo var Bjössi vinur Ægis með ræðu um Ægi. Báðar virkilega skemmtilegar og það var mikið hlegjið yfir þeim. Haukur bróðir mömmu og Guðjón sonur hans voru svo með flott atriði. Þeir spiluðu á 2 gítara og sungu flotta Þýska, Hollenska og Hawaiska (eða hvað segir maður eiginlega?) slagara. Þeir byrjuðu nú að segja það að þetta hentaði nú kannski betur í gullbrúðkaup þar sem þetta er kannski ekki svona tónlist sem svona unglingar eins og við hlustum á :), en við skemmtum okkur voða vel. Mér skildist samt að það hefðu sumir á vinaborðunum okkar ekki alveg vitað hvernig þeir ættu að haga sér til að byrja með. Vissu ekki alveg hvort þetta ætti að vera grín eða ekki og þorðu ekki að hlægja fyrst um sinn. Linda systir var síðan búin að gera þetta líka flotta myndasjóv fyrir okkur. Var búin að tína saman myndir af okkur frá því við fæddumst og alveg upp úr. Æðislega gaman að sjá það :)
Fyrstu gestirnir byrjuðu að tínast heim að ganga tíu en flestir stoppuð lengur og síðustu gestirnir fóru ekki fyrr en fjölskyldur okkar voru búnar að ganga frá :) gaman að því.
Einir bróðir keyrði okkur Ægi svo í bústað upp í Kjarnalundi rétt rúmlega tólf en þá var nú alveg kominn tími á mann eftir langan dag. Það var frekar ógeðslegt veður úti, snjókoma og leiðindi en við létum það nú ekki stoppa okkur og drifum við okkur í heitapottinn úti sem var frekar næs.
Við vöknuðum svo alsæl kl níu morguninn eftir og fengum okkur morgunsnarl og svo var bara skriðið aftur í ból. Við steinsváfum svo til hádegis en það hefur nú ekki gerst oft síðan Malín fæddist, enda er ekki mikið um það að hún sé í pössun þessi elska.
Við opnuðum svo pakkana okkar ekki fyrr en um kvöldið og meira að segja kláruðum við þá ekki fyrr en þarnæsta dag. :) Fengum svakalega mikið af flottum og fínum gjöfum og alveg fullt fullt af peningum sem er nú ekki slæmt. Þúsund þakkir og knús fyrir allt þetta fínarí allir samana.
Ætlum að kaupa okkur matarstell, pottasett og hnífasett fyrir peningana og samt eigum við sennilega afgang :) Það verður ekki leiðinlegt að velja þetta allt :) :) :)
Þessar 2 vikur voru alveg hrikalega fljótar að líða og mér fannst ég ekki hafa haft neinn tíma til að heimsækja vini og ættingja. Það verður bara að bíða þar til næst.
Enn og aftur vil ég svo þakka öllum fyrir hjálpina. Án ykkar hefði þetta bara ekki tekist. Linda systir var veislustjórinn og stóð hún sig eins og best verður á kosið...knús knús til þín. Mamma var líka frekar mikið öflug eins og við var að búast :) Tengdó hjálpuðu svo að sjálfsögðu helling helling, takk Linda Rós enn og aftur og takk Alma, þúsund þakkir Einir bró fyrir allt skutlið og fleira og takk Bogga bogg fyrir hjálpina við að skreyta salinn. Takk takk Rúnar og Brynhildur fyrir að sjá um alla drykkina og fl. Takk Bjössi fyrir að taka svona hrikalega flottar myndir af okkur og góða ræðu, takk Erla sperlan mín fyrir þína flottu ræðu líka og bara fyrir að vera alltaf Erla vinkona :), já og takk Haukur og Guðjón og ekki síst Danni frændi fyrir að gefa okkur saman. :)
Ekki má svo gleyma öllum sem hjálpuðu svo við að taka til í salnum eftir veisluna :) þúsund þakkir.
Jæja nú held ég að það sé miklu meira en nóg komið.
Set inn myndir fljótt.
Knúserí knús.
3 Comments:
At 6:43 e.h., Nafnlaus said…
Til hamingju "litlu" hjónakorn!!
Greinilegt að þetta hefur verið alveg yndislegur dagur hjá ykkur.
Bestu kveðjur, Jóna, Óli og Álfheiður
At 4:56 e.h., Nafnlaus said…
Til hamingju enn og aftur elskurnar mínar. Þið eruð rosalega sæt og fín og án efa hefur þetta verið meiriháttar dagur.
Hlakka til að spjalla við þig bráðum.
Njótið hjónabandsins!
At 11:57 e.h., Nafnlaus said…
Vaahá hvað myndirnar komu vel út þið eru líka svo sæt:) takk sömuleiðis elskurnar fyrir að leifa mér að vera að taka þátt agalega gaman... heyrumst fljótlega.. :)
kveðja Linda Rós
Skrifa ummæli
<< Home