MATARGATIÐ

mánudagur, apríl 03, 2006

Hrikalega gott pasta.

Hann Ægir minn er algjör snilli í því að búa til æðislega pastarétti.
Þennan eldaði hann handa mér á föstudagskvöldi.
Hrikalega mikið gotterí . Jommí jommí.

U.þ.b 250 gr pasta.
1 beikonbréf
1 laukur
1 box sveppir
1 tsk. hvítlauksmauk úr krukku
1 nautateningur
1 mascarpone ostur
1 búnt basilika.
Ferskur parmesan ostur

Laukur, sveppir og beikon skorið í litla bita og steikt á pönnu ásamt hvítlauk.
Pasta soðið skv. leiðbeiningum.
Krafturinn settur út í smá vatn og skelt út á pönnuna eða pottinn.
Síðan er osturinn settur útí og þar á eftir basilikan.
Að síðustu setti hann svo pastasrkúfurnar út í sósuna. Hann notaði reyndar ekki alveg allt pastað, heldur fann bara út hversu mikið passaði að hafa í sósuna.
Sett á diska og ferskur parmesan rifinn yfir :)
Algjör jommí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home