MATARGATIÐ

mánudagur, apríl 03, 2006

Helgin.

Ljómandi fín helgi þrátt fyrir fúlt veður. Það mætti halda að hér væri febrúar en ekki apríl.
Það var þvílíkt næs að þurfa ekki að fara eitthvert langt í burtu í búðarráp til að reyna að finna skó. Frábært að losna við það svona eina helgi :) Fór nú reyndar í skóbúðir fyrir litla frænda minn hann Baldur Leó en það er nú allt annað. Bara gaman að því.
Fórum í næsta bæ á laugardaginn og keyptum okkur þetta fína konfekt. (eins og við gerum ansi oft um helgar :) Höfum reyndar aldei farið í þessa búð áður, eða verksmiðju réttara sagt. Hriklaega stórt dæmi. Skruppum svo í Tilburg og keyptum brúðargjöf handa Skarphéðni bróður Ægis og Heiðrúnu hans en þau eru að fara að gifta sig á sumardaginn fyrsta. Gaman að því. Keyptum einnig mjög skemmtilega innflutningsgjöf handa Rúnari yngri bróður Ægis og Brynhilid hans en þau eru að flytja heim frá Bretlandi núna á laugardaginn. Eru búin að kaupa sér fína íbúð í Keflavík þannig að við eigum nú sennilega eftir að nýta okkur það þegar við erum að ferðast á milli.
Óli og Viddi sem vinna hjá TölvuMyndum á Akureyri komu svo í grill til okkar á laugardagskvöldið. Alltaf gaman að hitta fólk sem talar Íslensku :)
Við hittum þá svo aftur í gær, en þá skruppum við á kínverskan veitingastað og borðuðum fullt af góðum réttum :)
Gerðum nú ekki mikið í gær vegna veðurs. Við reyndar skelltum okkur í ræktina og fórum í skvass en það höfum við ekki gert síðan ég datt á hjólinu hérna í janúar. Fóturinn er bara rétt orðinn góður núna þannig að nú get ég farið að spila aftur af fullum krafti. Alveg frábært þar sem þetta er svo æðiselga skemmtiegt sport. Púlsinn hjá mér var nánast í 150 slögum á mín. allan tímann :)
Fengum okkur svo smá hjóltúr seinnipartinn, en það var nú frekar leiðinlegt hjólaveður, kalt, hvasst og þungt yfir.
Ég vona svooo innilega að sumarið verði komið og bíði eftir okkur þegar við komum aftur hingað út eftir páskafrí.
Í dag eru bara 5 dagar í Íslandsferð......JIBBBBBÍÍ.

3 Comments:

  • At 8:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jæja hvað ertu komin með margar töskur?????

     
  • At 9:01 f.h., Blogger Dagný said…

    Komin með 3 ferðatöskur og svo verðum við sennilega með 2 bakpoka :(
    Erum samt nánast ekki með nein föt með okkur.

     
  • At 4:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú þarft þá kannski að koma þér í mjúkinn í Leifstöð þegar þið farið heim aftur svo þið séuð ekki með yfirvigt???:) En hvað ertu annars með í töskunum? ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home