MATARGATIÐ

mánudagur, mars 27, 2006

Bongoblíða.

Loksins.
Nú er vorið komið :)
Það var æðislegt veður alla helgina :) Fórum í hjóltúr bæði í gær og fyrradag eins og við gerum reydnar allar helgar held ég bara, eða a.m.k alltaf annan daginn. Fórum niður í bæ í gær og keyptum okkur ís í brauði og spókuðum okkur í rjómablíðu.
Það var alveg frábært að hjóla í ræktina í morgun. Þetta var í fyrsta skipti í fleiri fleiri mánuði sem ég fór ekki í 3 peysum og jakka, með húfu, trefil og með vetlinga. Hjólaði meira að segja heim á einni þunnri bómullarpeysu :) frekar næs að finna hlýja golu koma á móti manni.
Það er nú samt alltaf gallar við hlýjindin og það eru:
Maurarnir eru strax mættir.
Geitungarnir láta ekki bíða eftir sér og
fuglasöngurinn byrjar ekki seinna en klukkan fimm á nóttunni.
En...
að sjálfsögðu er ég bara rosa sæl með blessaða blíðuna :)

1 Comments:

  • At 2:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með Vorið mín kæra:)
    Heyrðu mér datt í hug með skó málin, ertu búin að kíkja á netið? ntc.is og skor.is sá þar inni hvíta skó sem eru með háum hæl pínu Dagnýarlegir, vantar bara glimmerið:) hehe, segji svona.
    En heyrðu nú eru gestirnir farnir og nú fer ég að blogga
    bæjó í bili, þarf að ná svo sambandi við þig á MSN einn daginn sem er skýjað hjá þér, þarf að vita hvenær þú ferð til Íslands og svona.

     

Skrifa ummæli

<< Home