MATARGATIÐ

mánudagur, mars 27, 2006

Leitin endalausa.

Ég er búin að leita og leita og leita en finn enga skó til að nota við brúðkaupið :(
Er orðin ansi þreytt og pirruð á þessu veseni. Síðustu helgar hafa flestar farið í það að ferðast á milli borga og bæja í leit að rétta parinu. En nú er ég bara búin að gefast upp. Ég hef sennilega um 2 klukkutíma lausa á sunnudeginum eftir að ég kem til landsis til að finna mér skó fyrir mátun. Getur einhver sagt mér hvert ég skuli halda? Eru betri skóbúðir í kringlunni eða í smáralind?, á ég kansnski að fara á Laugarveginn? Ég veit að það er ekki hægt að gera mikið á 2 tímum, en það varður bara að duga.
Ég fór Breda (sem er borg hér í um 20 mín fjarðlægð) í skóbúð sem er bara með svona spariskó og þá sérstaklega brúðarskó, en nei nei...Halló...það var ekki eitt hvítt skópar þarna í búðinni :( Karlinn sem afgreiddi mig sagði að það yrði mjög erfitt fyrir mig að finna hvíta skó þar sem Hollenskar konur giftu sig yfirleitt í svona kampavínslit eða kremuðum. Hann gæti reyndar pantað einhverjar gerðir fyrir mig frá Ítalíu en það tæki svona 2 vikur. Ég sá reyndar enga skó þarna sem ég hefði sætt mig við þó þeir hefðu allir verið hvítir. Það er nefnilega eitt annað, það virðist bara ekki vera hægt að fá hælaháa skó sem eru með hærri hæl en svona 3 sentimetrar.
Á laugardaginn fór ég svo í um 50 skóbúðir í viðbót og fann að sjálfsögðu ekkert, rampaði inn í eina brúðarbúðina enn og þar gat ég ekki einu sinni fengið þjónustu þar sem það voru svo svakalega margar brúðir að máta.
Verst hvað það er mikill snjór núna heima. Ég hefði nú bara verið á táslunum ef það hefði verið rjómablílða eins og hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home