MATARGATIÐ

fimmtudagur, mars 23, 2006

Allt kostar nú peninga.

Fórum niður á bæjarskrifstofu áðan. Vorum að fá vottorð um það að við værum ekki gift. Án þessara pappíra getum við sem sagt ekki gifst heima. Þetta kostaði að sjálfsögu pening eins og við var að búast. Síðan fór Ægir að spyrjast fyrir um ökuskírteina mál, en við erum bara með okkar Íslensku ökuskírteini. Þau duga víst bara fyrsta árið sem maður býr hérna en svo þarf maður að fá Hollenskt skírteini. En hvað um það. Við fengum 2 umsóknareyðublöð til að senda eitthvert og þau kostuðu nú bara alveg böns. Einnig þurftum við að fá 2 önnur blöð til þess að fylla út í sambandi við heilsu. Við eigum nenfilega að fara í einhverja læknisskoðun eða réttara sagt bara Ægir :) að því að hann er svo mikill gleraugnaglámur en ekki ég (a.m.k ekki ennþá en ég finn að það fer nú aldeilis að styttast :( ). En þessi örfáu blöð kostuðu okkur um 60 evrur sem gera svona fimmfúsundkall.
En svo er það annað. Að sjálfsögðu tekur það einar 4-5 vikur að fá ný skírteini. Merkilegt samfélag þetta Holland, allir svo salí og rólegir í tíðinni.

1 Comments:

  • At 4:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jamm og jamm... við erum kannski sneggri með þetta hérna heima en svona blaðadót kostar nú líka hér. Mig minnir að ég hafi borgað svipaða tölu fyrir allskyns pappíra sem ég þurfti fyrir brúðkaupið. Þarf maður ekki líka fæðingarvottorð eða eitthvað svoleiðis. Lítið gagn að því að giftast einhverjum sem hefur aldrei fæðst - eins gott að hafa það á hreinu :)

     

Skrifa ummæli

<< Home