MATARGATIÐ

mánudagur, ágúst 28, 2006

Lélegt slúður.

Mikið rosalega er slúðurliðið heima á Íslandi ekki að standa sig. Það er alltaf verið að birta einhverja bölvaða vitleysu í þessum blöðum heima og þá er ég ekki að tala um að slúðrið standist ekki (sem það gerir nú ansi oft ekki ) heldur er bara hreinlega eins og liðið sé bara að þýða upp fréttir frá einhverjum öðrum miðli í fljótheitum og það er ekkert verið að lesa þær greinar alveg yfir. Nei nei það er bara slumpað á hvað verið er að tala um.

Nýjasta dæmið sem ég rakst á er á visi.is í dag.
Ég gat ekki kóperað linkinn hingað inn :( og því kemur bara greinin :

Bandaríska idolstjarnan Jesse McCartney sem hefur tekið að sér hlutverk Lucy Ewing í kvikmynd sem verður byggð á sjónvarpsþáttunum vinsælu Dallas var spurð að því um daginn í útvarpsþætti afhverju Jennifer Lopez hætti við að leika í myndinni. Nú hún hætti ekki við. Hún er ólétt, svaraði Jesse en sneri sér svo að aðstoðarkonu sinni og spurði hvort hún hafi ekki mátt segja þetta. Lopez hefur ekki ennþá staðfest þennan orðróm en hún hefur lengi verið að reyna eignast barn með manni sínum Marc Anthony söngvara.

Jesse McCarney að fara að leika Lucy. Aha einmitt.
Fyrir þá sem ekki vita að þá er þessi Jesse ekki einu sinni kvenkyns heldur 17 ára stráklingur sem hefur t.d leikið í þáttum sem heita Summerland.
Ég las þessa sömu grein í erlendu tímariti fyrir nokkrum dögum síðan og þá var talað um það að kærasta Jesse hafi tekið að sér þetta hlutverk. Það er kannski aðeins sennilegra.

Ekki það að þetta skipti voða miklu máli. Finnst þetta bara agalega pirrandi.
:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home