Dúllerí allan daginn.
Gærdagurinn var frekar mikið næs.
Byrjaði á því að keyra Ægi í vinnuna og var síðan mætt til Annemieke kl tíu. Skildi Malín þar eftir og svo hafði ég bara allan daginn fyrir mig. Byrjaði á því að fara niður í bæ í Oisterwijk. Frábært að geta hangið í búðum og hugsað ekki um neinn nema sjálfan sig :) Rölti bara um og skoðaði allt og ekkert og ekki skemmdi veðrið fyrir en hitin fór upp í 30 gráður í gær og svo var bara sól sól og aftur sól :).
Klukkan að ganga eitt var mín orðin aðeins of mikið svöng og var ég farin að skjálfa. Dreif mig inn í næstu bókabúð og keypti mér slúðurblað og settist með það á veitingastað sem var þar beint á móti. Ji hvað ég hafði það huggulegt. Settist að sjálfsögðu í mestu sólina og setti bara á mig sólgleraugun og lappir upp á næsta stól. Pantaði mér ristaða samloku með skinku og osti með smá salati og kók með. Borgaði tæpar 400 krónur fyrir þennan fína mat. Var reyndar ekkert mikið södd eftir þetta og kom ég við í bakaríi áður en ég hélt heim á leið og keypti mér þvílíku óhollustuna. Keypti mér einhverja djúsí sítrónuköku sem smakkaðist svona líka vel með kaffinu heima :)
Dreif mig út á sólbekk heima í klukkutíma en var þá alveg við það að kafna. Fór því bara á netið í smá stund áður en ég hélt aftur niður í bæ. Fór bæði á pósthúsið og í kjörbúð. Það er nú gaman að segja frá því að gaurarnir á pósthúsinu eru farnir að þekkja mig vel. Vita alveg hvert ég er að senda pakkana og svona :) Ég fer þangað nefnilega í hverjum mánuði og stundum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Mér finnst ég líka alltaf vera að senda einhverjum pakka enda mörg afmæli í gangi. En svo er auðvitað hundfúlt að senda og senda út gjafir en geta svo aldrei mætt í veislur..uhu.
Ég sótti svo Ægi í vinnuna upp úr klukkan fimm og fórum við þaðan heim til Annemieke og Gauta til að sækja Malín. Það var ekki búið að vera neitt rosalega leiðinlegt hjá henni. Búið að stjana við hana allan daginn. Hún var ekkert spennt að koma heim. Var alveg til í að vera bara lengur þarna. Annemieke ætlar svo að passa hana aftur eftir viku. Þá verður aftur kósý dagur hjá mér :) :)
Byrjaði á því að keyra Ægi í vinnuna og var síðan mætt til Annemieke kl tíu. Skildi Malín þar eftir og svo hafði ég bara allan daginn fyrir mig. Byrjaði á því að fara niður í bæ í Oisterwijk. Frábært að geta hangið í búðum og hugsað ekki um neinn nema sjálfan sig :) Rölti bara um og skoðaði allt og ekkert og ekki skemmdi veðrið fyrir en hitin fór upp í 30 gráður í gær og svo var bara sól sól og aftur sól :).
Klukkan að ganga eitt var mín orðin aðeins of mikið svöng og var ég farin að skjálfa. Dreif mig inn í næstu bókabúð og keypti mér slúðurblað og settist með það á veitingastað sem var þar beint á móti. Ji hvað ég hafði það huggulegt. Settist að sjálfsögðu í mestu sólina og setti bara á mig sólgleraugun og lappir upp á næsta stól. Pantaði mér ristaða samloku með skinku og osti með smá salati og kók með. Borgaði tæpar 400 krónur fyrir þennan fína mat. Var reyndar ekkert mikið södd eftir þetta og kom ég við í bakaríi áður en ég hélt heim á leið og keypti mér þvílíku óhollustuna. Keypti mér einhverja djúsí sítrónuköku sem smakkaðist svona líka vel með kaffinu heima :)
Dreif mig út á sólbekk heima í klukkutíma en var þá alveg við það að kafna. Fór því bara á netið í smá stund áður en ég hélt aftur niður í bæ. Fór bæði á pósthúsið og í kjörbúð. Það er nú gaman að segja frá því að gaurarnir á pósthúsinu eru farnir að þekkja mig vel. Vita alveg hvert ég er að senda pakkana og svona :) Ég fer þangað nefnilega í hverjum mánuði og stundum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Mér finnst ég líka alltaf vera að senda einhverjum pakka enda mörg afmæli í gangi. En svo er auðvitað hundfúlt að senda og senda út gjafir en geta svo aldrei mætt í veislur..uhu.
Ég sótti svo Ægi í vinnuna upp úr klukkan fimm og fórum við þaðan heim til Annemieke og Gauta til að sækja Malín. Það var ekki búið að vera neitt rosalega leiðinlegt hjá henni. Búið að stjana við hana allan daginn. Hún var ekkert spennt að koma heim. Var alveg til í að vera bara lengur þarna. Annemieke ætlar svo að passa hana aftur eftir viku. Þá verður aftur kósý dagur hjá mér :) :)
1 Comments:
At 11:28 f.h., Unknown said…
Hæ hó
Frábært að þú gast átt svona góðan dag í gær. Þú hefur ekki verið rekin með fæturnar niður af stólnum eins og ég einu sinni á kaffihúsi þarna!! Kannski ekki sama meðferðin þegar maður er svaka bomm :)
Njóttu veðursins. Við erum hér í rigningu dag eftir dag og um 15 stiga hita. Erum að fara í sumarbústað um helgina í rigningunni. Góða helgi og kveðja til ykkar allra :)
Skrifa ummæli
<< Home