MATARGATIÐ

föstudagur, september 15, 2006

Alveg punkteruð.

Hrikaleg þreyta í gangi. Hef ekki sofið neitt af viti síðustu 3 nætur :(
Nóttin í nótt var nú bara alveg ferleg. Ég var meira og minna vakandi vegna verkja og samdrátta. Ótrúlega pirrandi þessir stanslausu samdrættir. Jiii hvað mig langar ekki að vera svona næstu 5 vikurnar.
Hjólaði með Malín á leikskólann í morgun og nú þarf ég að fara að drattast af stað aftur til að sækja hana. Hef ekki gert NEITT á þessum stutta tíma nema hanga í tölvunni. Agalegt.

Fór í auka skoðun í gær. Þar kom allt vel út. Var send með þvagprufu til doksa og hún kom bara vel út. Hitti svo ljósmóðurina á leikskólanum í morgun og hún vill að ég fari með aðra þvagprufu sem verði þá send upp á spítala :( ohhh..vesen.
Heimilislæknirinn minn er búinn að vera í fríi alla vikuna þannig að ég þurfti að fara með pissið til einhvers sem tekur sjúklingana hans að sér þessa vikuna. Ég er bara ekki að meika það að hjólast út um allan bæ í dag þannig að ég bíð bara með þetta fram á mánudag. Þá get ég kannski verið með bílinn. Ægir fór nefnilega um miðja nótt út á flugvöll. Er núna staddur á fundi í Noregi en hann kemur sem betur fer heim strax í kvöld. Hann vildi ekki vera heila nótt í burtu þessi elska og verður því bara stutt í burtu :)

Svo er það bara afslöppun um helgina. Planið er að eta góðan mat, smjatta á poppi og liggja fyrir framan imbann. Næs :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home