MATARGATIÐ

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Labbi labb.

Dagurinn í gær var mikill göngudagur.
Við mæðgur löbbuðum í góðri veðurblíðu niður í rækt. Ég er akkúrat 20 mín. að ganga þangað ef ég geng svona frekar rösklega með þennan líka stóra vagn á undan mér. Mér finnst nú pínu erfitt að keyra hann þegar Malín situr í honum líka þar sem hún er orðin soddan hlass :)
Ég fór nú ekkert í sportið í þetta sinn. Ætla ekki að byrja á neinu sprikli fyrr en í janúar. Fórum bara í pössunina, Malín lék sér við krakkana á meðan ég spjallaði við kerlingarnar sem voru þarna. Það hitti svo skemmtilega á að Janike sem vinnur þarna annað slagið var líka að koma í heimsókn á sama tíma og við en hún eignaðist stelpu 2 dögum á eftir mér :)
Stubban var nú bara svo lítil og pen við hliðina á hinni. Hún er þvílíka lengjubollan.
Stoppuðum þarna til klukkan tólf en þá urðum við að drífa okkur heim þar sem Malín átti að mæta í leikskólann klukkan eitt. Það tók okkur 20 mín. að fara til baka. Malín hafði rétt svo tíma til að skella í sig einni skál af skyri og múslíi en svo var hún bara drifin aftur út í kerru og ég rölti með þær í leikskólann. Það tekur mig sem betur fer bara 10 mín. að labba langað. Við Stubban skruppum svo aðeins í búðina sem er þarna við hliðina og versluðum smátterí inn. Drifum okkur svo heim og ætlaði ég aldeilis að reyna að þrífa aðeins og laga til á meðan Malín var í burtu. Það tókst aldeilis ekki. Stubban vildi bara fá að súpa þegar heim var komið, svo var skipt á henni og svo vildi hún fá meira að súpa og svo varð ég að skipta aftur á henni og áður en ég vissi af var klukkan orðin þrjú og ég varð að hlaupa af stað aftur með kerruna til að sækja Malín. Það er ekkert smá hrikalega leiðinlegt hversu stuttur þessi leikskólatími er. Það er gjörsamlega ekkert hægt að gera á þessum stutta tíma.

Eftir alla þessa göngu var ég vel sveitt og þreytt. Ég hef ekki labbað svona mikið síðan við vorum í Frakklandi í sumar :)
Ég finn saamt alveg að grindin er langt frá því að vera orðin góð. :( Var með hrikalega mikla verki í nótt og er vel þreytt í mjöðmunum í dag.
Mikið rosalega verður gaman þegar maður kemst almennilega í gang aftur. Það verður svooooo gaman að geta mætt í ræktina aftur. Þá ætla ég sko að fara í svassssss.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home