MATARGATIÐ

föstudagur, apríl 27, 2007

Lúxus

Hitti doksa í dag og fékk hjá honum 3 lyf við ofnæminu mínu.
Nýtt nefsprey, augndropa og pillur.

Hann sagði að þessar pillur færu aðeins út í brjóstamjólkina en ættu ekki að hafa nein áhrif á barnið. Ég á samt ekki að maula þær eins og smartís heldur nota þær í eins litlu magni og mögulegt er. Hann sagði að ef þær virkuðu ekki að þá yrði ég að hætta með Emmu á brjósti þvi það væri ekki gott fyrir hana ef ég færi á sterkari lyf.
Vona bara að það dugi mér að nota dropana og úðann. Ég er orðin frekar mikið pirruð á að vera svona. Alltaf grátbólgin, hóstandi, hnerrandi og klórandi mér út um allt. Fann svo í fyrsta skipti fyrir erfiðleikum með öndunina í nótt. Ofnæmið svo mikið ofaní mér líka. Það surgaði þvílíkt í mér þannig að ég gat hreinlega ekki sofið á tímabili.

Ég fór í apótekið mitt í dag og sótti þessi 3 lyf og viti var það nú ekki ónýtt. Ég borgaði ekki krónu fyrir :)
Yfirleitt hefur það verið þannig að ég hef borgað fyrir lyf í fyrsta skipti sem ég leysi þau út hér, en svo eru þau ókeypis eftir það. Núna fékk ég þetta hinsvegar allt frítt.
Alveg magnað :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home