MATARGATIÐ

þriðjudagur, maí 22, 2007

Út og suður.

Mikið rosalega er tíminn fljótur að líða. Þetta er er samt held ég bara merki um það að ég sé orðin gömul. Ég man fyrir ekki svo mörgum árum síðan að þá fannst mér tíminn nánast standa í stað. Maður gerði ekki annað en bíða eftir einhverjum viðburðum og var maður í því að telja dagana. Nú er sagan önnur. Tíminn flýgur áfram og enginn tími er fyrir það sem maður ætlar sér, allt er á kafi í rusli og drasli og það liggur við að ég sé farin að fara út húsi dags daglega án þess að vera með maskara og þá er nú eitthvað stórfenglegt að.

Núna erum við rétt komin frá Íslandi. Sorry þið sem ég ætlaði að heimsækja en gerði ekki :(
Dagarnir of fáir og stuttir, en fólkið og hlutirnir of margir.
Það var frábært að koma aðeins heim. Át bara aðeins of mikið...og nú er ég bolla. :(
Nú er það bara harkan sex. Komin í aðhald. Dagurinn í gær tekinn með trompi. Ekkert súkkulaði, nammi eða kex allan daginn. úfff. Það var reyndar meira mál en ég bjóst við. Það sem maður verður háður þessu ógeði. Svo er það líka þannig að þegar maður er vanur því að vera stanslaust að jappla á þessu að þá er þetta ótrúlegur vani. Ég stóð mig svoo oft af því í gær að vera nærri því búin að fá mér eina lúku. En ég stóðst :)
Svo var það salat með kjúklingi í gærkvöldi þannig að ég hlýt að vera búin að missa ein 2 kíló djók:)
Dagurinn í dag hefur líka gengið vel. Ekkert sukk og svo mætti ég í ræktina í morgun, en það hefur bara ekki gerst síðan í mars í fyrra :) eða jú jú..hef oft farið í ræktina síðan, en bara til þess að lesa slúðurblöð, læra og drekka kók eða kaffi.

Svo er það blessað veðrið.
Spáin fyrir næstu daga er æði. Hátt í 30 stig og sól á köflum. Löng helgi framundan og bara gleði gleði gleði.

2 Comments:

  • At 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta blogg er nú ekki kallað "Matargatið" fyrir ekki neitt :)

    ...en þetta með tímann... þetta á bara eftir að versna. Ég ætlaði ekki að trúa því að Ægir væri búinn að vera með okkur í tvær vikur niðrí vinnu, ég þurfti actually að tékka það og dobbeltékka. Riddikjúluss.

     
  • At 2:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    úff
    ekki bíð ég í það.

    hi hi
    dh

     

Skrifa ummæli

<< Home