Júró
JABADABADÚÚÚ..
Það er ekki laust við að ég sé orðin pínu spennt. Maginn ansi snúinn og hjartað í mér farið að slá óreglulega en það er nú bara eitthvað sem gerist á hverju ári rétt fyrir þessa keppni :)
Ég hef samt sennilega sjaldan fylgst svona lítið með eins og núna enda orðin tveggja barna móðir hi hi. Ég horfði á alla norrænu þættina sem sýndir voru og búið. Hef bara ekkert þrætt netið og kíkt á spjallvefi sem tengjast þessu eins og yfirleitt.
Ég tók mér reyndar nokkra tíma í gær (alveg síðasti séns..úff) og hlustaði (mislengi samt) á lögin sem keppa í kvöld. Þegar ég heyrði lögin fyrst að þá var ég alveg á því að þetta yrði frábær keppni. Mikið af frábærum lögum. Og eftir aðra hlustun er ég sama sinnis.
Keppnin í kvöld verður frábær :). Fyrri hlutinn er samt mun betri. Ótrúlega mörg æðisleg lög sem keppa í kvöld og fyrir mína parta á "kyntröllið" okkar Íslendinga ekki mikinn séns á að komast upp úr undnaúrslitum :(. Ég vona það nú samt. Það væri æði að vera með á laugardaginn líka. Hann er samt ekki í mínum topp tíu. (sem eru reyndar 11 lög)
Cýpur
Hvíta Rússland
Sviss
Moldavía
Holland
Danmörk
Serbía
Ungverjal.
Tyrkland
Austurríki
Belgía
Cýpur, Hvítarússland, Serbía og Ungverjaland eru uppáhaldin mín í kvöld. Verð fúl ef þau verða ekki meðal eftstu á laugardaginn.
Æj, svo eru bara svo mörg lög sem eru bara algjört æði. Er alveg að fýla Tyrkland, Sviss og Moldavíu líka.
En svo er auðvitað spurning um hvernig liðið stendur sig á sviðinu í kvöld. Heyrði talað um það að bæði fallegi hvítrússinn og eins danska dragdrottningin gætu ekki sungið.
Ég gæti svo alveg trúað því að hallærislegu Lettarnir komist áfram. En það eru auðvitað alltaf nokkur drullufúl lög sem komast áfram.
Keyptum okkur flott kampavín um daginn. Spurning hvort það verði opnað í kvöld eða á laugardaginn. Það væri kannski ekki óvitlaust að smjatta bara á því í kvöld. Þá er þá alltaf hægt að skokka í ríkið aftur ef svo skemmtilega vill til að rauði rokkarinn komist áfram. :)
Dúdú.
Það er ekki laust við að ég sé orðin pínu spennt. Maginn ansi snúinn og hjartað í mér farið að slá óreglulega en það er nú bara eitthvað sem gerist á hverju ári rétt fyrir þessa keppni :)
Ég hef samt sennilega sjaldan fylgst svona lítið með eins og núna enda orðin tveggja barna móðir hi hi. Ég horfði á alla norrænu þættina sem sýndir voru og búið. Hef bara ekkert þrætt netið og kíkt á spjallvefi sem tengjast þessu eins og yfirleitt.
Ég tók mér reyndar nokkra tíma í gær (alveg síðasti séns..úff) og hlustaði (mislengi samt) á lögin sem keppa í kvöld. Þegar ég heyrði lögin fyrst að þá var ég alveg á því að þetta yrði frábær keppni. Mikið af frábærum lögum. Og eftir aðra hlustun er ég sama sinnis.
Keppnin í kvöld verður frábær :). Fyrri hlutinn er samt mun betri. Ótrúlega mörg æðisleg lög sem keppa í kvöld og fyrir mína parta á "kyntröllið" okkar Íslendinga ekki mikinn séns á að komast upp úr undnaúrslitum :(. Ég vona það nú samt. Það væri æði að vera með á laugardaginn líka. Hann er samt ekki í mínum topp tíu. (sem eru reyndar 11 lög)
Cýpur
Hvíta Rússland
Sviss
Moldavía
Holland
Danmörk
Serbía
Ungverjal.
Tyrkland
Austurríki
Belgía
Cýpur, Hvítarússland, Serbía og Ungverjaland eru uppáhaldin mín í kvöld. Verð fúl ef þau verða ekki meðal eftstu á laugardaginn.
Æj, svo eru bara svo mörg lög sem eru bara algjört æði. Er alveg að fýla Tyrkland, Sviss og Moldavíu líka.
En svo er auðvitað spurning um hvernig liðið stendur sig á sviðinu í kvöld. Heyrði talað um það að bæði fallegi hvítrússinn og eins danska dragdrottningin gætu ekki sungið.
Ég gæti svo alveg trúað því að hallærislegu Lettarnir komist áfram. En það eru auðvitað alltaf nokkur drullufúl lög sem komast áfram.
Keyptum okkur flott kampavín um daginn. Spurning hvort það verði opnað í kvöld eða á laugardaginn. Það væri kannski ekki óvitlaust að smjatta bara á því í kvöld. Þá er þá alltaf hægt að skokka í ríkið aftur ef svo skemmtilega vill til að rauði rokkarinn komist áfram. :)
Dúdú.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home