MATARGATIÐ

laugardagur, júní 23, 2007

Ekki meiri skóli.

Grenj..grenj.
Loksins þegar maður er kominn í læri gírinn að þá er ekki meir í boði :(
Ég er búin að vera að læra Hollensku síðan í janúar í litlum sóla hér í bæ sem hefur verið starfrækur í fleiri ár. Þarna var ég búin að fá leyfi til að vera næstu 2 árin en því miður á að leggja hann niður. Í fyrradag útskrifuðust 18 manns frá 11 löndum og eftir eru ekki nema um 9 nemendur (fyrir utan þá sem nýjir kæmu inn) og telur bærinn að það sé of dýrt að reka hann. Ég á von á að fá bréf sent í næstu eða þar næstu viku um hvað sé í boði fyrir mig. Það er eins skóli í Tilburg en ég er ekki að sjá fram á að komast þangað. Of mikið vesen að redda pössun fyrir stelpurnar 5 daga í viku og fleira bras í kringum þetta.
Kennararnir mínir 2 eru líka mjög fúlir með þetta. Eg spurði þær hvort þær gætu ekki bara komið heim til mín og kennt mér í einkakennslu en því miður má það ekki. A.m.k ekki á meðan þær kenna í þessum R.O C skólum.
Ég er bara ekki að nenna því að vera hálf mállaus lengur. Er farin að skilja helling og get spjallað svona aðeins en mig vantar bara svoooo miklu meira.

Ótrúlega pirrandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home