MATARGATIÐ

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Alveg lens.

Ég er svo þreytt þessa dagana. Úfff. Óþolandi að vera svona. Tók mér góðan lúr síðasta sólarhring. Var komin upp í rúm fyrir klukkan níu í gærkvöldi, horfði á einn þátt og fór svo að sofa. Það er svona mismikið sofið þessar næturnar þar sem stubban lætur ansi mikið heyra í sér. Núna er sem sagt verið að taka á því. Hún fær ekki lengur að súpa á nóttunni og finnst henni það ekki mjög sanngjarnt. Er búin að reyna þetta 2 eða 3x áður en guggnað á þessu. Það hefur bara alltaf eitthvað komið upp á hjá okkur. Við farið til Íslands, við fengið gesti eða hún verið lasin og þá er bara ekki hægt að láta hana grenja út í eitt. Núna er hún reyndar búin að ná sér í hlaupabóluna og var því Ægir alveg viss um að ég myndi guggna einu sinni enn en ó nei..ég er sko búin að fá nóg.
Hún er ansi mikið meira erfið en systir hennar, en það tók aðeins 1 nótt að venja hana af þessu þegar hún var 6 mánaða. Núna eru komnar 4 gól nætur (mis vondar ) samt þannig að það er vonandi að hún fari að fatta það að hún sé búin að tapa þessari baráttu.

Hún hefur viljað fara á fætur kl sex-sjö þessa morgna og hef ég þá farið með hana niður í stofu og gefið henni að súpa þar. Ég er líka hætt að gefa henni að súpa rétt áður en hún er lögð til svefns þannig að hún hætti kannski að tengja þetta tvennt saman. Ægir hefur svo alveg séð um það að setja hana í ból og fara inn til hennar á nóttunni, en þrátt fyrir það að þá sef ég nú ekki mikið. Sumir eru ansi raddsterkir :)
Ægir kom niður eftir að ég var búin að gefa henni og skreið ég þá aftur upp í rúm og steinsvaf þangað til hann kom og sótti mig í næstu gjöf. En eftir hana fór ég enn og aftur upp í ból og svaf ennþá meira :)

Eftir 2 vikur förum við í sumarhús í Belgíu og verður þá fróðlegt að sjá hvernig stubban lætur. Hlaupabólan ætti að vera orðin góð og vonandi verða þetta gól-lausar nætur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home