MATARGATIÐ

sunnudagur, júlí 15, 2007


Hiti og sviti í dag. Þýðir lítið að fara í kalda sturtu. Maður svitnar eins og steikt beikon um leið og skrúfað er fyrir.
En litlu gríslarnir mínir skemmta sér vel og finnst fátt skemmtilegra en að bursla úti í garði.

Nú er klukkan að ganga tólf á miðnætti og hitinn ennþá 24 gráður. Ægir er að sækja mömmu út á flugvöll. Það eru skemmtilegir dagar í vændum :)

1 Comments:

  • At 11:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ hó
    Greinilega gott veður hjá ykkur eins og okkur (amk sést það á myndinni). við erum þvílíkt farin að hlakka til að koma til ykkar. Erum nú farin að telja dagana. Ég er komin í vinnuna aftur eftir 3ja vikna frí. Og fer svo aftur í frí eftir rúmar tvær. Bara frábært. Heyrumst brátt.
    Alma og co

     

Skrifa ummæli

<< Home