MATARGATIÐ

mánudagur, september 17, 2007

Útsvar.

Er nýr spurningarþáttur á RÚV. Við skötuhjúin horfðum á þetta í góðum gír á laugardaginn. Við skemmtun okkur mjög vel, a.m.k ég. Mér fannst t.d virkilega skemmtilegt að geta svarað nokkrum spurningum á undan liðinu í sjónvarpinu og það meira að segja rétt :) hi hi.

Það eru samt nokkrir hlutir sem ég verð samt að væla yfir.
Hvað er bara málið með þessa sviðsmynd hjá þeim? Ótrúlega bjánaleg og ljót og ekki er nafnið á þættinum skárra.

Það kom mér að óvart hvað Örn Árna er svaðalega lélegur leikari. Held svei mér þá að liðið hans hafi bara verið með eitt atriði rétt þegar kom að því að sýna leiktakta. Eða kannski að dúdarnir sem voru með honum í liði hafi verið svona ferlega sauðskir.
Fjölnir stóð sig mun betur eða liðið hans. Rúlluðu þessum hluta upp.
En svo fatta ég ekki alveg af hverju Örn var látin hlaupa á móti Fjölni. Þeir voru ekki alveg í sama grírnum :)

Hlakka til að sjá næsta þátt.

Eitt að lokum.
Ætli Sigmar sé nýkominn úr lazer aðgerð?
Ég verð nú að segja fyrir mína parta að mér finnst hann nú mun huggulegri með brillurnar. Kann bara ekki við hann svona berann :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home