MATARGATIÐ

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Þreytandi dagur í gær.

Ég eyddi rétt tæplega 3 timum á spítalanum. Alltaf jafn gaman að hanga og bíða á svona stöðum eða þannig. Fór í 2 próf út af ofnæminu. Fyrst fór ég í klukkutíma langt lungnapróf sem var ekki spes. Það fór þannig fram að ég var látin anda að mér 8x í 2 mín. í senn histamíni í misstórum skömmtum. Fyrst var skammturinn mjög lítill en svo var hann aukinn janft og þétt í þessi 8 skipti. Eftir hvert skipti var ég svo látin anda að mér (í gegn um annað rör) og blása eins fast og ég gat aftur. Útkoman kom síðan strax í ljós í tölvu sem var fyrir framan mig og sá maður þá hvað histamínið gerði mér erfiðara fyrir í önduninni.
Úff..en mikið agalega er erfitt að gera ekkert annað en "bara" anda. Það er ekkert mál að anda svona dags daglega en þegar maður á allt í einu að einbeita sér að því að anda rétt að þá verður maður bara alveg ringlaður. Það er líka ansi erfitt að anda að sér í 2 mínútur með munninum í gegnum risa rör og svo er þessi líka sæta klemma á nefinu á manni á meðann. Ég byrjaði í fyrstu umferð að hugsa allt of mikið um öndunina og reyna að vanda mig ofurmikið þannig að ég ofandaði allan tímann og var bara með svima á eftir. Í umferð 6 var þetta orðið virkilega óþægilegt því þá var histamín skammturinn orðinn mjög sterkur og þá leið mér svona eins og það væri að kvikna í öndunarfærunum. Verst fannst mér að halda áfram að anda (á meðan sekúndurnar tifuðu fyrir framan mig) og passa mig á að hósta ekki. Eftir hverjar 2 mínútur fékk maður svo þetta líka hressilega hóstakast og ekki mátti ég fá vatn að súpa í millitíðinni. Nei nei..það myndi nú skemma allt saman. Það sem bjargaði mér alveg var eitthvað Hollenskt slúðurblað sem var akkúrat með viðtal við Take That í þessu tölublaði :). Ég gat reyndar ekki lesið á meðan á þessu stóð en ég skoðaði bara fallegu myndirar..hihi.
Ég var ofsalega glöð þegar umferð 8 var búin. Jæks. Það var bara óþægilegt.
Öndunin var orðin mun erfiðari fyrir mig og ég hafði ekki nálægt því eins mikinn kraft til að blása í rörið. Eftir þetta fékk ég síðan astmapúst sem átti að laga ástandið á mér á svona 1 - 2 klukkutímum, en það var nú ekki alveg raunin. Ég var nánast alveg frá í allan gærdag. Átti erfitt með andardrátt, hóstaði mikið, var með svima og var bara hálf búin á því.

Eftir þessi skemmtileg heit beið ég á biðstofunni aftur í um klukkutíma þangað til ég fékk að fara í stunguprófið. Á meðan ég beið fylgdist ég með hinum sem voru rétt búinir í prófi og mér leist nú ekki á blikuna fyrst. Þarna var t.d ein stelpa sem var búin að fá margar stungur á hendurnar á sér og henni leið ekki mjög vel á eftir. Hana langaði ekki lítið til að klóra sér greyjinu og hún bara iðaði öll í sætinu sínu. Hún var ekki nema svona 10 ára þannig að ég vorkenndi henni sárlega.
Næstur á undan mér var svo risastór og mikill maður og hann var með allan varann á sér eftir sínar stungur því hann var með adrenalín pennann sinn tilbúinn í annari hendinni. Frekar skondið. Hann þurfti sem betur ekki að nota hann þar sem ég sá hann yfirgefa svæðið skömmu síðar.
Loksins kom að mér. Mér leist nú ekki alveg á blikuna þegar ég kom inn, því á borðinu biðu 19 sprautur eftir mér sem voru vanlega raðaðar í hring á bakka.
Hjúkrunarkonan bað mig svo um að snúa baki í sig því ég fengi þær allar í bakið og auk þeirra fengi ég þrjár stungur á hægri hendi. Þetta var nú mun minna mál heldur en ég bjóst við :), eiginlega bara ekkert mál. Ég fann ekki einu sinni fyrir öllum stungunum. Síðan fékk ég bara 3 dropa af einhverjum efnum á hendina og þar klóraði hún í mig með hálfgerðu rakvélablaði.
Ég var svo send fram á biðstofu aftur þar sem mig byrjaði að svíða og klæja út um allt en það var ekki svo agalegt. Hjúkrunarkonan skoðaði mig svo eftir 15 mín. og skráði allt niður á blað, gaf mér eitthvað undrakrem á útbrotin og síðan fékk ég mér ofnæmistöflu og nefsprey. Þurfti svo að bíða á biðstofunni í aðrar 15 mín. til viðbótar, bara svona upp á að allt væri í lagi þegar ég færi heim.

Ég fékk sem sé ekkert að hitta lækninn minn :( þannig að ég veit ekkert meir eftir þetta allt saman. Þarf að bíða til 6 des en þá á ég tíma í síðasta prófið en það er eitthvað étipróf. Ég hef grun um að einn lítill gaur sem var þarna á biðstofunni hafi einmitt verið í einu slíku í gær.
Ofnæmislæknirinn hans var nefnilega alltaf að kalla hann inn á litla skrifstofu á milli sjúklinga (og eins á meðan hann var með lið inni hjá sér) og strákurinn hefur ekki verið nema svona 20 sek. inni hjá honum í einu. Ég hef grun um að þeir hafi verið að framkvæma þetta átpróf svokallaða :)
Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta er framkvæmd en hef grun um að manni sé gefið ákveðin efni (sennilega í vökvaformi) og svo bíði maður á biðstofunni eftir því hvort eitthvað gerist, eða ekki :)
Eftir ákveðinn tíma sé manni svo gefið næsta efni.
Annars veit ég ekkert um það. Ef einhver veit þetta að þá vil ég gjarnan fá að vita það :)

Ég var svo agalega þreytt og slöpp eftir daginn í gær að ég ákvað nú að fara snemma í ból eða klukkan hálf tíu. En að sjálfsögðu gat ég með engu móti sofnað fyrr en um hálf tólf. Alveg merkilegt.


Næstu ofnæmisfréttir berast 6 des.
Takk fyrir og góða nótt.
:) :)

3 Comments:

  • At 7:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þakka fyrir mig að þessu sinni. Mjög fróðlegt allt saman. Fyndið hvað þú ert orðin sjóvuð í nálasysteminu maður. Professonal í þessu bara.
    Svara þér varðandi Euro á mínu bloggi

     
  • At 2:39 e.h., Blogger Unknown said…

    Svakalegt maður.
    Það er bara eins gott að það komi eitthvað út úr þessu öllu...úfff
    Hlakka til að heyra eftir 6.des.
    Varðandi linsurnar, held ég þurfi engar nú, verslaði svo margar í sumar. Takk samt fyrir að hugsa svona vel um mig :)

     
  • At 4:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vildi bara segja Samþykkt með Friðrik Ómar, Regínu og Ögga. Ég vil samt gera eitthvað til að fríska uppá Regínu, hún er eins og mamma hans Friðriks við hliðina á honum í útliti.... sönglega snilld, Öggi orðin vel sjóvaður í þessu að semja og útsetja.. - Gaman að því..

     

Skrifa ummæli

<< Home