MATARGATIÐ

fimmtudagur, mars 13, 2008

Langt ferðalag.

Ferðalagið okkar frá Oisterwijk til Hafnarfjarðar tók 12,5 klukkutíma. Einum of langt með svona grísaling sem nennir ekki að sitja á sama stað eitt augnablik. Emma sem sé gólaði og gargaði nánast stanslaust.
Við byrjuðum á því að missa af fyrstu vélinni (frá Amsterdam til Oslo)þar sem við vorum bókuð svo asnalega. Náðum annari vél og voru í þvílíka stressinu með að ná svo vélinni frá Oslo til Keflavíkur. Þetta var svona eins og í bíói. Ægir með Malín í fanginu og ég með Emmu. Síðan var bara hlaupið á milli staða.
En við komumst á endanum og það er nú aðal málið.

Erum búin að hafa það gott bæði í Hafnarfirði og Akureyri. Ótrúlegt en satt en hér hefur verið snjór alla daga. Malín og Emma eru alveg í essinu sínu úti að leika. Ótrúlegt sport þar sem þær hafa varla séð snjó nema bara í mýflugumynd. Malín hefur verið svo óheppin að snjórinn á það til að hverfa á augabragði í hvert skipti sem við mætum á svæðið alveg sama hvort það sé vetur sumar vor eða haust.

Páskarnir að bresta á. Við fjölskyldan erum komin með 5 páskaegg. Okkur veitir nú ekki af þeim :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home