Ansans ofnæmið er að drepa mig þessa dagana.
Tíminn núna hérna úti er svo frábær. Sumarið komið og gróðurinn allur orðinn svo fallegur, frekar hlýtt alla daga og sól só sól og sandalar.
En þetta er ekki bara eintóm gleði. Ofnæmið mitt skemmtilega er aldeilis byrjað að gera vart við sig (gróður ofnæmið) Síðustu 2 vikur hef ég tekið ofnæmistöflu, nefsprey og notað augndropa ótt og títt en þrátt fyrir það er ég agaleg. Ég álpaðist til að taka aðeins til í garðinum mínum 2 daga í röð í þessari viku og það endaði þannig að ég var komin upp í rúm klukkan níu bæði kvöldin þar sem ég var hætt að sjá. Augun verða svo þrútin og bólgin, mig klæjar svo hrikalega, ég táast og hnerra út í eitt. Virkilega skemmtilegt eða þannig.
Ofnæmislæknirinn minn hringdi í mig í gær til að fá fréttir af mér. Hún vill að ég prófi nýjar töflur sem eiga að vera öflugri. Þær hafa aðalega eina aukaverkun og það eru draumar, eða að mann dreymi meira. Ég fór nú bara að flissa þar sem mig dreymir svo svakalega mikið og oftar en ekki frekar mikið furðulega drauma. Ég man líka oftast hvað mig dreymir og oft þegar ég vakna á nóttunni að þá get ég haldið áfram að dreyma um það sama ef draumurinn var skemmtilegur. Ekki öll vitleysan eins. En það verður gaman að prófa þessar nýju pillur. Vonandi að þær virki bara.
Það næsta er að fá mér tíma hjá næringarsérfræðingi. Ofn-læknirinn skilur held ég ekkert í mér að vera ekki búin að því. Ég er nefnilega alltaf að fá leiðindar ofnæmis einkenni. Ekki bara við því sem ég er með ofnæmi fyrir eins og eplum, kíví, hnetum og möndlum heldur bara flest öllum ávöxtum. Ég held ég verði bara að hætta alveg að prófa mig áfram í þeim. Finnst ég alltaf verða skrítin um leið og ávöxtur kemur nálægt mínum vörum.
Smakkaði hálft jarðaber um daginn og fékk þvílíku útbrotin, hálsinn þrengdist og mig klæjaði út um allt. Rétt smakkaði grape safa og leið mjög illa á eftir. Fékk blóðbragð í hálsinn og öndunin varð grófari.
Ég fór nú að spugulera í því um daginn hvort þetta væri ekki bara orðið sálrænt með mig. Er maður ekki bara endanlega gengin af göflunum?
Ein gleði frétt í lokin.
Miðarnir á Duran Duran tónleikana komu í hús í dag :)
2 Comments:
At 11:08 f.h., Unknown said…
Ótrúlega leiðinlegt að heyra af þessum ofnæmsvandræðum hjá þér. Man svo eftir því að hafa verið svona slæm sem unglingur en hef verið betri með hverju árinu sem líður. Held barasta að mér sé batnað núna :) (vona að annað komi ekki í ljós í sumar). Fann amk ekkert fyrir þessu í Florida. Ég vona að þessar töflur geri eitthvað fyrir þig. Mér finnst nú frekar furðulegt að lyfin virki ekki á þig. Eiga þau ekki að halda niðri einkennunum?? Mér heyrist á lýsingum þínum að þau geri það ekki. Vona að þessum lækni takist að finna eitthvað betra fyrir þig. Ömurlegt að geta ekki notið ávaxta. Þvílík lífsgæðaskerðing :(
Kær kveðja frá Íslandi
At 9:51 e.h., Nafnlaus said…
Já þetta ofnæmisvesen er ekki spens. Verð nú að segja það að líf án ávaxta er ekki spennandi. Ótrúlega pirrandi að labba á markaðinn sem er fullur af ferskum ávöxtum og geta ekki notið þess að sjúga glænýjar ferskjur, safarík jarðaber og annað jommí. :( greeeeenj.
En þessi ofnæmislyf sem ég er á eiga ekki að gera neitt í þessu ávaxtaveseni mínu. Þau eru bara til að hjálpa mér að höndla sumarið. Ég er samt mjög heppin miðað við Gauta. Hann er einmitt á fullt af lyfjum líka en er mun verri en ég.
Vona að ég verði skárri eftir mánuð. Þá á versti tíminn að vera afstaðinn :)
dh
Skrifa ummæli
<< Home