MATARGATIÐ

mánudagur, apríl 07, 2008

Tannsaferð

Fór í skoðun og þvott til tannsa. Mikið rosalega er ég alltaf fúl eftir svona heimsókn. Það er nánast alltaf eitthvað að hjá mér. Ótrúlega böggandi að vera með svona lélegar tennur. Finnst þetta bara allgjört svindl þar sem ég hugsa ekkert smá vel um tennurnar á mér. Ég busta þvílíkt vel, á morgnana og alltaf 2 x á kvöldin. Oftar en ekki geri ég það svo líka um miðjan daginn. Ég nota ALLTAF tannþráð, stundum oftar en bara á kvöldin. Svo má ekki gleyma munnskolinu.

Ég fer 2 x á ári til tannlæknis og í þetta skiptið var pínu hola í einni tönn. Hann sagði að hún væri ofsalega lítil en samt. Þegar ég kom fyrir hálfu ári síðan að þá var sama sagan. Smá hola. Jæks.. Bara pirrandi.

Þar sem öll mín trix duga ekki til að þá þarf ég að fara að nota tannstöngla alla daga. Svo er það tannholdið. Það er ekki alveg nógu gott og því þarf ég að nota sérstakt tannkrem á það. Þarf að smyrja því á með puttunum og sofa með það. Ef maður er ekki bara orðin að ellismelli að þá veit ég ekki hvað.

1 Comments:

  • At 7:36 e.h., Blogger Unknown said…

    Djísus hvað þú ert óheppin með tennur Dagný mín. Þú veist að ég bursta ekki eins vel og þú...enda gerir það örugglega enginn. Ég fór líka til tannsa 1.apríl (við öll) og allir með heilar og fínar tennur :)

     

Skrifa ummæli

<< Home