MATARGATIÐ

mánudagur, apríl 07, 2008

Wii helgin mikla og brúðkaup.

Helgin fín að vanda.
Það fóru ekki ófáir klukkutímarnir í að spila Wii. Við hjónin spiluðum til klukkan tvö á föstudagsnóttina (roðn).  Ji hvað þetta er ótrúlega skemmtilegt. Og mikið rosalega er hann Ægiri minn heppinn að eiga mig fyrir konu hihi. Ekki kannski margar sem myndu nenna að hanga í tölvuleik í 4 tíma.  Það er svo sum margt sem er hægt að gera við þennan tíma sem við eyðum í þetta en...
Ég er samt alveg viss um að ef við værum ekki að leika okkur í Wii að þá værum við bara að glápa á bíómynd.
Fórum í brúðkaup til Guðmundar sem var að vinna með Ægi og Adriana sem er frá Brasilíu. Það var ekkert smá flott að sjá litla dýrið dansa innan um brasilísku pæjurnar sem kunnu þvílíkt að dilla mjöðmunum. :)

 

IMG_1548Brúðhjónin á leið í athöfnina.

IMG_1575 Emma búin að læra nýja danstakta.

IMG_1568_edited-1 Henni leist svona líka rosalega vel á mág Guðmundar. Dobblaði hann í lestur og hvaðeina.

IMG_1580 Það var ekki mjög leiðinlegt að hafa þennan hund í veislunni.  Hann var knúsaður alveg í spað.

 

Eftir veislu var svo tekið smá í Wii, en ekki svo lengi. Bara svona 2 tíma eða svo.

Við fórum svo líka aðeins í Wii á meðan Emma svaf í gær :) en svo náðum við í Malín til Annemieke.  Brunuðum svo á trampólínstaðinn okkar og þar fékk ég mér uppáhalds súpuna mína eina ferðina enn.  Hún klikkar ekki frekar en fyrri daginn.  Sátum þar úti og stelpurnar léku sér í sandinum og á trampólíni.  Fyndið að sjá litla dýrið skoppa þarna um.  Frekar mikill brandari.

IMG_1590 Nýfæddir kiðlingar

IMG_1592 Músí mús

IMG_1605 Ji hvað þetta er krúttlegt (bæði Emma og kiðlingurinn)

 

Ægir fór svo og sótti kínverskan og Indverskan mat handa okkur og svo var aðeins smá tekið í Wii eina ferðina enn.

Það er ekki laust við að ég sé lurkum lamin eftir þessa helgi. Þetta Wii tekur ekki lítið á.  Það er hreinlega eins og ég hafi lent undir valtara. Strengir hér og strengir þar :)

1 Comments:

  • At 7:34 e.h., Blogger Unknown said…

    Vá ég er farin að hlakka til að spila Wii með ykkur. Þetta hlýtur að vera gaman. Sætar myndirnar ykkar, sérstaklega sæt af brúðhjónunum. Skilaðu kveðju frá okkur næst þegar þið hittið þau :)
    Kær kveðja frá Íslandinu.

     

Skrifa ummæli

<< Home