Læknastúss dagar.
Endalausar læknaferðir hjá okkur þessa dagana. Samt allir hressir. Emma er bara loksins að fá almennilega skoðun. Ekki bara svona tékk hjá heimilislækninum enn og aftur. Hún fór í bæði þvag og blóðprufu um daginn. Fór svo aftur í þvagprufu fyrir nokkrum dögum þar sem hin prufan var eitthvað skrítin. Höfum ekki fengið út úr henni ennþá þannig að sennilega er allt í lagi með það.
Í dag hittum við svo háls nef og eyrnalækni sem vill ólmur fá að rífa úr henni nefkirtlana og verður það gert eftir 2 vikur. Grenj... Ji hvað ég er farin að kvíða fyrir því strax. Get ekki hugsað mér að láta svæfa þetta litla grjón.
Hann telur að það sé þessum nefkirtlum að kenna hvað hún sé búin að vera mikið lasin og því sé best að losna við þá. Hann sagði líka að þetta gæti verið ástæðan fyrir því hversu lítið hún er búin að stækka.
Í næstu viku fer hún svo í eins og hálfsárs skoðun sem tekur heila 2 tíma.
13 mai förum við svo aftur með hana til barnalæknis og þá held ég að þetta sé nú bara orðið gott í bili.
Í dag hittum við svo háls nef og eyrnalækni sem vill ólmur fá að rífa úr henni nefkirtlana og verður það gert eftir 2 vikur. Grenj... Ji hvað ég er farin að kvíða fyrir því strax. Get ekki hugsað mér að láta svæfa þetta litla grjón.
Hann telur að það sé þessum nefkirtlum að kenna hvað hún sé búin að vera mikið lasin og því sé best að losna við þá. Hann sagði líka að þetta gæti verið ástæðan fyrir því hversu lítið hún er búin að stækka.
Í næstu viku fer hún svo í eins og hálfsárs skoðun sem tekur heila 2 tíma.
13 mai förum við svo aftur með hana til barnalæknis og þá held ég að þetta sé nú bara orðið gott í bili.
1 Comments:
At 11:32 f.h., Nafnlaus said…
Verða hálskirtlarnir ekki teknir? Æ ég skil þig manni finnst hrikalegt að láta svæfa þessu blessuð börn,en hjúkkurnar eru voða góðar og það var ein sem var bara sérstaklega í því að uppörvar mig þegar Elfar var svæfður í haust rosalega gott svo er gaman að sjá hvað þau eru svo ótrúlega fljót að jafna sig á eftir:)Verður ekkert mál hjá ykkur, gott hennar vegna að þetta verði gert.
Anna Rósa
Skrifa ummæli
<< Home