MATARGATIÐ

fimmtudagur, maí 08, 2008

Bloggað úr sólbaði.

Hér er bara legið í sólbaði alla daga. Held að þetta sé dagur númer 8 sem er svona bongoblíða. Malín verður heima hjá vinkonu sinni að leika í allan dag og Emnma er sofandi núna. Þvílíkt notalegt að liggja bara út af í sólinni og slaka á.
Ég er alveg ótrúlega mikið búin á því í skrokknum. Er búin að taka svo svaðalega á því í ræktinni :). Reyni að fara alla virka daga og helst á sunnudögum líka. Fór í body pump á mánudaginn, fór á bretti, cross trainer, skautavél og lyfti heil ósköp á þriðjudaginn og svo aftur í body pump í gær. Tók meiri þyngd en ég hef verið að gera og var því ansi mikið þreytt í öllum skrokknum. Prófaði svo nýjan tíma í dag sem heitir Xco. Mjög skemmtilegur tími með smá sporum en aðaláherslan er á miðjuna þ.e.a.s. maga, síðu og bak. Síðan heldur maður á misstórum hólkum sem innihalda sand. Púlsinn hjá mér fór alveg upp í 170 hihi :). Ótrúlega góð tilfining sem maður fær þegar maður er búinn að vera svona duglegur :).

Eftir tímann þurkaði ég mesta svitann af mér, skipti um föt og hljóp yfir í næsta hús til að hitta tannlækninn minn hann Edgar. Hann var að gera við litla skemmt hjá mér blessaður. Alveg merkilegt að fara til tannlæknis hér. Ég er nú búin að fara þó nokkuð oft og ég þarf aldrei að bíða eftir að komast inn. Fer alltaf inn á réttum tíma sem er bara snilld. Annað sem er ennþá merkilegra. Hér er ekkert verið að deyfa mann. Honum finnst ekki taka því að vera að deyfa þar sem það tekur oft einar tíu mínútur fyrir deyfinguna að virka og þar sem viðgerðin tekur ekki nema 15 mín. að þá er nú bara betra að sleppa henni.
En mikið ofsalega hrikalega ógeðslega sem þetta er sárt. Verst að geta ekki bitið fast á jaxlinn eins og í dag. Jæks. Þessi stuðtilfining er bara ein sú allra versta finnst mér. Maður fær svona sting gjörsamlega lenst upp í heila og aftur niður í iljar. En þetta var sem betur fer fljótt búið og ég með heilar tennur eins og er. Hitti hann svo aftur í september áður en ég kem heim.
Stæðsti plúsinn við það að fara hér til tannlæknis er samt án efa hversu ódýrt það er fyrir okkur. Það kostar örfáar evrur að koma í tékk og í tannhreynsun. Held ég hafi verið rukkuð um 11 eða 13 evrur um daginn sem er aðeins meira en þúsund karlinn. Ég man líka síðast þegar ég fór til að láta gera við tönn að þá var ég rukkuð um 30 evrur og þá voru líka teknar myndir. Er að hugsa um að láta mynda mig í bak og fyrir í september og taka þær myndir með til Íslands :) spara spara.
Kannski ég ætti bara að láta rífa þetta allt úr og fá mér falskar. Það er kannski bara ágætt að drífa það af.
Ég gleymi því nú bara ekki þegar hún Þórunn amma mín heitin spurði mig að því þegar ég var 12 eða 13 ára hvort þetta væru allt mínar tennur :)hihi..henni fannst svo sjálfsagt að ég væri komin með gerfitennur.

Ætla að sólbaðast aðeins meira áður en dýrið vaknar.
dúí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home