MATARGATIÐ

miðvikudagur, maí 07, 2008

Bongoblíða alla daga hjá okkur :)

IMG_1826 (Medium)

IMG_1928 (Medium)

IMG_1971 (Medium)

Veðrið hjá okkur er búið að vera ótrúelga gott núna í heila viku. Mér sýnist á spánni að það verði svoleiðis áfram :)  Ekki er þörf á að vera mikið klæddur, stelpurnar eru í því að stripplast á sundfötum og jafnvel ekki í neinu daginn inn og daginn út.  Höfum varla verið inn í húsi nema yfir blánóttina.  Við Mægður höfum verið að borða morgunmatinn okkar úti í garði.  Það er orðið vel heitt strax klukkan átta. Svo höfum við verið að fara í ræktina og eftir rækt borðum við hádegismatinn líka úti.  Emma leggur sig svo og getum við Malín þá dúllast okkur saman.  Hún nýtur þess í botn að geta leirað, litað, púslað og spilað í blíðunni.  Smáfólkið fær líka að koma út í garð á hverjum degi og oftar en ekki eru þau böðuð.  Við höfum sett vatn í sundlaug nokkra daga í röð. Ekki ónýtt að kæla sig aðeins niður í hitanum.  Í dag eru 26 gráður í forsælu og sól. Gaman gaman.  Það er ekki laust við að sumir séu komnir með þó nokkurn lit og eina og eina freknu.  Bara hressandi.

Setti fullt af nýjum myndum inn á Barnaland.
dúí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home