MATARGATIÐ

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Notalegur dagur.

Við Malín fórum i bæinn tvær einar í dag. Ekkert smá gaman að vera bara með henni einni í smá stund. Hún situr svo oft á hakanum greyið.  Litla frekjubuddan á heimilinu fær oftast sínu fram og Malín er mjög gjörn á að lúffa fyrir henni til að halda friðinn.

Hjóluðum i bongoblíðu (21 gráðu og sól) niður í bæ. Kíktum í búðir, versluðum smá límmiða og liti handa þeim systrum og pínu sumardress á góðu verði.  Keyptum líka sætan kjól og litla samfellu á litla frænku okkar sem var að fæðast fyrir nokkrum dögum :).
Fórum svo á kaffihús og nutum þess að vera í rólegheitum. Malín naut þess í botn að súpa hvern sopa af kakóinu sínu sem var með mjög miklum þeyttum rjóma.  Jommí.
Röltum svo aðeins meira um og hjóluðum svo heim.  Vorum svo út í garði fram á kvöld enda veðrið æði.

Þær systur voru í sundfötum að busla og leika sér.  Ekki leiðinlegt.

Ægir greyið ferlega lasinn. Missti af öllu skemmtilegu í dag, nema fótboltaleik..hihi.

IMG_1858

aðeins verið að reyna að brosa of mikið.

IMG_1860

hjálpast að við að setja vatn í "baðið"

IMG_1862

pínu meira vatn

IMG_1865

brasað

IMG_1869

Malín alsæl með nýja bollasettið sitt

IMG_1871

Dýrið á fullu að lita í blíðunni

IMG_1872

Frábærir litir. Hægt að stimpla með þeim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home