Þetta er lífið :)
Fjölskyldan fór á ströndina 2 daga í röð um helgina. Yndislegt alveg. Hiti rétt tæpar 30 gráður og sól út í eitt. Við erum búin að vera úti allan daginn alla daga frá morgni til kvölds. Byrjum daginn á morgunmati úti í garði, svo er það hádegissnarl og kvöldmatur líka. Það er ekki laust við að ég sé að fá smá bakþanka yfir því að flytja heim :( Veit að ég á eftir að sakna Hollands svo hrikalega mikið. En auðvitað verður líka gaman að gera eitthvað annað en að vera BARA "heimavinnandi húsmóðir" :)
Ljúft líf. Chillað í bóngó með Justin í eyrum og uppskriftir á lærum :)
Ha ha hí. Ji minn hvað það er mikið gaman hjá manni. :) Alltaf svo smartar svona tannamyndir.
Fullt fullt af sumar og sól myndum inn á Barnalandi.
Njótið.
1 Comments:
At 2:51 e.h., Nafnlaus said…
Já það er ekki laust við öfund hérna megin þar sem er bara 13-15 stiga hiti hjá okkur og skýjað misstm nefnilega af öllu góða veðrinu það var á staðnum meðan við vorum á Íslandi. Jæja en kemur sennilega aftur.
Heyrðu er þetta ekki bara spurning um að kaupa sér lítið kot í Hollandinu og vera þar 6 vikur á sumrin og njóta blíðunnar?
Heyrumst bráðum, nú fer að líða að Euro og ég þarf að fá skýrslu hvað ég á að hafa mest opin eyru yfir og ekki.
Skrifa ummæli
<< Home