Betra er seint en aldrei.
Við erum búin að hafa vöfflujárnið okkar snúrulaust inni í búri í mörg ár. Hef nokkrum sinnum gert dauðaleit að þessari snúru með engum árangri. Um síðustu helgi fórum við í búð og ætlum nú bara að fjárfesta í öðru vöfflujárni en fundum ekkert sem okkur leist á og því voru engar vöfflur bakaðar þá helgina frekar en aðrar.
Í dag var ég svo á kafi í gömlum kössum upp í á lofti. Var aðaeins að endurraða og neðst í síðasta kassanum blasti við mér blessuð snúran. Reikna nú ekki með því að við skellum í vöfflur um næstu helgi enda ætla ég að vera búin að pakka helst öllu lauslegu þá :). Það verður bara take away matur og farið út að borða síðustu vikuna takk fyrir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home