Jæja. 1 vika í flutning.
Spennan eykst. Tíminn flýgur. Við erum bara alveg að koma. Ótrúlegt hvað það er endalaust hægt að pakka og alltaf er nóg eftir.
Dagurinn í dag var fínn. Pínu stress í gangi en það er nú bara stundum þannig. Byrjaði á að fara með Malín í skólann korter í níu, Ægir kom svo og sótti okkur Emmu og við fórum í sportið. Ég sportaðist samt ekkert í þetta sinn. Verð bara ennþá duglegri í fyrramálið. :). Skutlaði Ægi í vinnuna og förinni eftir það var heitið í H&M í Tilburg. (hefði alveg verið meira en til í að hafa þig með Kristjana mín :) ) Hafði ekki mjög mikinn tíma þar sem ég þurfti að sækja Emmu klukkan tólf og Malín korter yfir. Stessið minnkaði ekki þegar ég var nánast að komast í miðbæinn. Allt í einu blöstu við mér endalausir verkamenn og fullt af umferðarskiltum sem ég skildi bara alls ekki hvað þýddu. Allt of mikið af örfum og táknum sem ég hef bara ekki séð áður. Allt í einu var ég bara strand, komst ekki lengra og varð bara að snúa við og finna stæði. Var ekki alveg að treysta mér í að rúnta um hverfið og finna aðra leið í bílastæðahúsið. Yrði bara ofurstressuð og myndi sjálfsagt enda á svo svaðalega röngum stað og kannski ekki komin heim aftur á réttum tíma. En jæja. Fór inn í næstu búð og spurði hvað ég væri lengi að labba í aðal götuna. Daman sagði 10-15 mín. þannig að ég þrammaði af stað, alveg viss um að ég yrði ekki nema 5 þar sem ég get labbað ansi hratt. Þrátt fyrir stór og hröð skref tók það mig korter að komst í bæinn. :(. Ég þurfi því að reikna með öðru korteri til að komast í bílinn aftur og svo tímanum sem það tæki að keyra heim í Oisterwijk, sækja Emmu og vera mætt í skólann hjá Malín korter yfir tólf. Ég hafði því bara akkúrat klukkutíma í H&M sem er náttúrulega bara 2 tímum of lítið. Sérstaklega þegar maður ætlar að versla á sjálfan sig, máta og dúllast svona. Ég komst ekki nema yfir helminginn af dömudeildinni (fyrir utan nærföt) og ég fór ekki einu sinni á efri hæðina sem er svona meira fönkí og hipp . :) Oft hægt að finna flott þar. Ég kom samt út 200 evrum fátækari. Samt mjög sátt við mín kaup þar sem ég fékk fullt af flottum fötum. M.a hlýjan ullarjakka (sem mig vantaði mjög mikið), nokkra boli, þunna peysu, þykka rosa flotta gollu, svaka flotta rauða stóra tösku (sem mig langaði svooo mikið í síðan síðast), rauða og hvíta stutterma blússu, bobbatopp í sportið, annan topp yfir þann stutta í, æðislegar buxur í sportið, jakka i sportið, gloss (sem ég get örugglega líka notað í sportinu..hihi) og 2 hvítar blússur á dúllurnar mínar fyrir jólin. Kannski eitthvað sem ég er að gleyma enda ekki búin að taka upp úr pokunum ennþá. Nú eru jólafötin fyrir þær systur klár takk fyrir. Tja nema fyrir utan skó á músina. Keypti pylsin og sokkabuxurnar fyrir nokkrum mánuðum :). Man hvernig þetta var í fyrra heima. Ekki hægt að fá hvítar sokkabuxur ( a.m.k ekki í sveitinni Akureyri) eða hvítar blússur. Nei nei í fyrra var nefnilega ekki blússu ár. Það voru bara rúllukragapeysur í gangi. Bjánalegt.
En nú vantar mig samt ennþá skó. Mig vantar svooo skó. Hef ekki fundið "réttu" skóna síðan ég flutti. Svona gönguskó sem ná upp fyrir ökla með breiðum hæl, og með rennilás. Algjört nauðsyn. Síðustu ár (eftir að ég henti mínum gömlu svona vegna aldurs) hef ég ýmist verið í mínum puma rauðu þunnu íþróttaskóm sem eiga ekki heima í slabbinu heima eða í pinnahæla gelluskóm sem eru ekki mjög góðir. Mjög flottir og fínir, en ekki góðir nema bara í 2 tíma eða svo. Ég er bara svo lítil pæja. Vel oftar en ekki íþróttaskóna :).
Í dag voru 30 gráður og sól. Kannski í síðasta sinn (grenj) en vona samt ekki. Ég var svo á báðum áttum yfir því hvort ég ætti ekki bara að skella mér á sólbekk á meaðn dýrið svæfi eða hvort ég ætti að vera dugleg. Ég valdi eiginlega milliveginn. Fann mér jobb úti sem tók klukkutíma þannig að ég naut blíðunnar aðeins. Tók öll fallegu úti blómin mín úr nýju pottunum, þreif þá og sólin þurkaði þá svo fyrir mig. Setti þá svo í poka, merkti og lokaði. Þvoði svo dótið sem þær systur eiga úti í garði og pakkaði því. Nú eiga þær nánast ekkert dót eftir. Síðasta vikan verður dótalaus vika en sennilega verður sjónvarpið ennþá í gangi.
Mikill leikdagur hjá Malín. Fór í skólann fyrir hádegi. Fékk boð um að borða með Emiel vini sínum í hádeginu og var sótt af Marielle eftir skóla og fékk að leika þar ásamt einum 10 börnum og Emman með :). Brjálað stuð.
Meira af Malín. Hún tók þátt í sinni fyrstu leiksýningu í gær Bara gaman. Þemað í skólanum núna hefur verið slökkviliðið og hefur hún lært margt og mikið í sambandi við 112 og fleira. Bara frábært. Hún er með þetta allt á tæru. En í sambandi við leiksýninguna. Æj æj. Hún var búin að segja mér frá því að það yrði eitthvað um að vera í skólanum og ég ætti að kíkja við. Sem betur fer talaði ég við kennarann og fékk að vita að það væri sýning í gangi korter í tólf í gær. Ég mætti sveitt og fín beint úr ræktinni með vídeovélina klára sem var því miður alveg að verða batteríslaus. Foreldrar og allir nemendur skólanns sátu og biðu spenntir. Atriðið byrjaði. Voða flott. Eftir fyrsta atriðið var Malín sú eina sem settist ekki. Hún leit ótt og títt yfir salinn og fór að kjökra. Einn kennarinn talaði við hana og eftir að við Emma vinkuðum nógu lengi til hennar fór hún að brosa. Eftir það naut hún sín í botn og fannst æðislega gaman. Greyjið varð alveg sár þar sem hún hélt að mamma hefði gleymt þessu. Agalegt.
Við mæðgur fórum svo í dag og sóttum Ægi í vinnu rúmlega fimm og fórum í miðbæinn í Tilburg .(ég aftur sama daginn ) Skruppum í nokkrar búðir, þó ekki H&M, fengum okkur að eta og vorum kominn heim klukkan átta enda þær systur ansi þreyttar.
Spurning hvernig við eigum að eyða síðustu dögunum okkar hér. Verður erfitt að ákveða. :( Ég nenni ekki bara að pakka pakka pakka.
Nóg í bili. Alveg komnn háttatími. Klukkan alveg að verða tólf og dýrið sennilega vaknað klukkan sex í fyrramálið. Ekki alveg normaaal.
3 Comments:
At 12:53 e.h., Nafnlaus said…
ég varð bara móð að lesa um þetta span...kannast reyndar við svona daga þó svo að ég lendi ekki í hollenskri umferðarteppu ;)
það verður gaman að fá ykkur heim, arnar breki spyr reglulega hvort að malín sé enn í hollandi...endilega kíkið á okkur þegar þið komið norður (ef þið hafið tíma) væri gaman að leyfa krökkunum að leika.
setti frekar fyndið myndband inn á bloggið hjá strákunum og svo er fullt af leikskólamyndum á barnalandi.
b.kv. herdís
At 8:22 f.h., Nafnlaus said…
Hæ Herdís.
Stefnum á hitting ekki spurning.
Veit að þær systur eru sko meira en til :)
Kíki á myndbandið síðar í dag.
Sjáumst bráðum.
dh
At 11:20 f.h., Unknown said…
Vá ég fékk svo mikinn sting í hjartað þegar ég las um Malín í skólanum og fann hvernig henni leið þegar hún hélt þú værir ekki á staðnum. Eins gott að þú mættir..úfff
Gott að þú fannst föt. Mig vantar líka svoooo mikið skó og svona þykka gollu. Ér er að fara til Boston á morgun og vona að ég finni eitthvað flott á mig og krakkana. Takk fyrir kveðjuna til afmælisstráksins. Við sjáumst svo brátt :)
Skrifa ummæli
<< Home