MATARGATIÐ

mánudagur, september 26, 2005

Þvottavélavesen

Við erum búin að vera þvottavélalaus núna í 3 vikur.
Það sem maður er háður þessu tæki.
úfff..ekki hefði ég viljað vera heimavinnandi húsmóðir hérna í old days áður en þetta fína tæki var fundið upp.
Ég er nú með nógu skorpnar hendur nú þegar.

4 Comments:

  • At 1:10 e.h., Blogger Dagný said…

    hef lítið verið að þvo í höndunum. Þetta safnast aðalega upp hjá mér þessa dagana.

    Fékk að þvo nokkrar vélar hjá Ölmu, ætli ég verði ekki að mæta með meiri þvott til hennar ef varahlutirnir fara ekki að koma.
    Heyriðu það Alma?? :)

     
  • At 6:47 e.h., Blogger Unknown said…

    Hvernig er þetta með þig kona. Af hverju kemurðu ekki enn til mín að þvo. Þú ert guðvelkomin, alltaf :)

     
  • At 8:15 e.h., Blogger Dagný said…

    Hafdís- ég hefði sko verið meira en til í að taka nokkur spor með þér. Og hvað þá ef um Duran lög hefði verið að ræða :)

    Alma- Ég er vís með að mæta til þín í vikunni með nokkra poka af þvotti. Við erum nefnilega ennþá að bíða eftir þessu blessuðum varahlutum. Þeir eru ekki til hérna í Hollandi og ekki í Bretlandi heldur (hætt að framleiða þá) en einhver næs gella hjá Eirvík reddaði okkur alveg. Hún fann einhverjar gamlar vélar og tók þessa 2 hluti sem okkur vantar af þeim og sendi okkur. Þannig að þeir hljóta nú bara að fara að koma.

     
  • At 11:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Frábær þjónusta hjá Eirvík... verð ég að segja.

     

Skrifa ummæli

<< Home