MATARGATIÐ

föstudagur, nóvember 04, 2005

Sagan endalausa.

JI MINN EINI..Þetta vesen okkar með þvottavélina. Þetta er bara eins og mesta lygasaga án gríns.
Ætli þetta sé ekki búið að taka okkur núna 8 vikur að fá þessa blessuðu varahluti og loksins eru þeir komnir í hús. En nei nei..ekki með póstinum, heldur með manni sem átti leið hingað til Hollands.
En ég segi nú bara, hvað er eiginlega mikið af heimsku fólki að vinna þarna á pósthúsinu í Kópavogi?, já og hvað er þessi kerling sem Ægir hefur verið í vikulegu sambandi við sem vinnur á einhverju þvottavéla verkstæði heimsk?
Það getur bara ekki verið að það séu bara við sem erum svona hrikalega ó-og seinheppinn.

Ástæðan fyrir þessu öllu saman er sem sagt sú, að þessi blessaða kerling sendi varahluti nr 1 fyrir einum 7 vikum. Það var bara eins og sú sending hefði bara gufað upp þar sem hún fannst hvergi í kerfinu. Við vorum með eitthvað sendinganúmer sem hún gaf okkur upp og sögðu þeir þarna á pósthúsinu okkar að það gæti bara ekki verið að þetta væri rétt númer. Ástæðan var svo sú að svona sendingar eru ekki sendar út úr landinu.
Konan sendi svo sendingu númer 2 og báðum við hana um að setja þetta í A-póst.
Eftir tæplega 2 vikur fórum við svo að grafast fyrir um þetta og þá var sama sagan upp á teningnum :( pakkinn okkar fannst hvergi, og það var bara eins og hann hefði gufað upp.
Við fengum svo að vita það að kerlingin hafði sent báða pakkana í póstkröfu, en það bara virkar ekki á milli landa. Pakkarnir væru þá bara ennþá á þvælingi innan pósthúsins eða eitthvað, en ættu að komast til sendanda aftur á endanum.
En... við gátum ekki beðið endalaust. Fengum mann sem átti leið hingað til Hollands til að sækja nýja varahluti og koma með til okkar.
Nú eru þeir sem sagt komnir í hús, en...
að sjálfsögðu eru þeir ekki réttir.
Þessi blessaða kerlingahlussa sendi okkur hurð af allt annari þvottavél og hitt draslið sem okkur vantaði passar alls ekki.
Nota bene..
Ægir var búinn að senda á hana nærmyndir af öllu heila draslinu.
Er hægt að segja eitthvað annað en FÆÐINGARHÁLFVITI?.

1 Comments:

  • At 6:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sæl já það er alveg ótrúlegt hvað sumt fólk er heimskt. ég var að lenda í svona nokkurkonar vanda. ég var að panta mér gardínum og láta sauma þær fyrir mig og allt ægilega grand á því. ég pantaði þær ílok sept og ekki enn komnar ég fór svo að grennslast og þá finnst ekkert engin kvittun og ekkert en ég ernú samt búin að borga helmingin af þeim og er með kvittun. það er búið að taka 6 vikur að bíða og ég er með 2 240cm glugga hlið við hlið alveg galopna og ég er bara fyrir allra augum . ummm æðislegt og ég sé alltaf kallinn í næsta húsi þegar hann er að vinna á efri hæðinni hjá sér ægilega sexy (eða þannig ) rífur sig alltaf úr að ofan og byrjar að vinna rennsveittur og lðö(hrollur).
    bæjó!

     

Skrifa ummæli

<< Home