MATARGATIÐ

fimmtudagur, janúar 26, 2006

brrrrr. (gamall póstur sem gleymdist)

Þvílíka veðrið í dag. Snjókoma og vindur þegar við Malín hjóluðum í ræktina.
Dreif mig loksins í morgun af stað aftur eftir biltuna og sé sko ekki eftir því. Ótrúlega gott að hreyfa sig. Ég var reyndar frekar aum í fætinum allan tímann en það þýðir ekkert annað en bara að bíta á jaxlinn.
Setti meira að segja nýtt met í morgun :), polar mælirinn minn sýndi rétt tæplega 900 kcal :)
Mæli sko eindregið með því að allir kaupi sér svona tæki sem eru að stunda ræktina af einhverju ráði. Þetta gefur manni þvílíka sparkið í rassinn. Ég er svoleiðis helmingi duglegri að æfa eftir að ég fékk þessa græju. Maður sér það nefnilega alveg svart á hvítu ef maður ætlar að vera með einhverja leti. Það er oft þannig að þegar ég hef lokið einum body pump tíma og finnst ég ekki hafa brennt rosa mörgum kalóríum, að þá fer ég bara á cross trainerinn eða á bretti í smá stund :)
snilld.

Jæja best að fara og fá sér kók og súkkulaði.
smá grín

1 Comments:

  • At 5:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hrikalega ertu dugleg. Bara passa að hverfa ekki...hihi
    Þín Alma

     

Skrifa ummæli

<< Home