MATARGATIÐ

mánudagur, janúar 23, 2006

Hunda (ó)heppni

Helgin var fín þrátt fyrir smá meiðsli.
Við Malín flugum af hjólinu mínu á föstudaginn. Keyrðum á hund sem hljóp í veg fyrir okkur. Greyjið voffi. Veit ekkert hvort hann er slasaður þar sem hann hljóp eitthvað út í buskann. Eigandinn var nú ekki mikið stressuð. Sagði að það væri alveg örugglega allt í lagi með hundinn, hún hafði nú meiri áhyggjur af okkur, en okkur leið nú bara ágætlega eftir þetta fall okkar, eða það hélt ég a.m.k þá.
en...
bara þangað til heim var komið. Þá fór ég að finna þennan líka hrikalega verk í hægri fæti. Settist aðeins niður og gat ég svo með engu móti staðið á fætur aftur :( Ægir kom því heim úr vinnunni frekar snemma til að gefa Malín að borða og koma henni út í vagn.
Ég var nú samt ekkert á því að slaka á neitt. Við drifum okkur nú bara niður í bæ. Ægir fór með Malín niður á tjörn á meðan ég verslaði haltrandi í matinn.

Mælingin á laugardaginn kom rosa vel út :)
Missti 1,3% af fitu og 9 sentimetra sem er ansi gott á 7 dögum.

Við skruppum um morguninn inn í Tilburg (og ég ennþá eins og gömul haltrandi geit). Skruppum á útsölu í H&M og versluðum aðeins á Ægi og Malín. Ég var nú svo stillt að ég skoðaði ekki einu sinni föt á mig. Nú á bara að spara og spara. Ægir keypti sér líka nýjar gallabuxur, enda þessar sem hann keypti sér í desember orðnar allt of stórar :)

Horfðum á eurovision um kvöldið. Hrikalega skemmtilegt að hafa svona flotta undankeppni. Ég spáði alveg rétt, þau 4 lög sem ég spáði að færu áfram gerðu það. Hlakka til að sjá þetta næsta laugardag.

Sunnudagurinn var voða rólegur. Ægir og Malín fóru í hjóltúr í frostinu og svo fórum við öll saman í smá göngutúr seinnipartinn og ég haltrandi enn og aftur.

Ég var alveg hörð á því að fara í sportið í morgun, en það var bara ekki alveg að gerast :( löppin er bara ekki alveg nógu góð ennþá. Sá fram á að geta farið í body pump, en var ekki alveg að meika það að halda á Malín upp og niður tröppurnar þarna, já og hjóla niður eftir.
Kemst vonandi í fyrramálið.

7 Comments:

  • At 12:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Úbbossí
    Vonandi ertu orðin góð í fætinum...

     
  • At 1:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Var aðeins að lesa aftur í tímann þar sem þú varst að tala um body pump kennara. Fór í minn fyrsta kl. 06:05 í morgun! Hér eru kennarar afbragðs söngfólk. Daman söng með á fullu og bara nokkuð vel verð ég að segja. Vildi bara aðeins monta mig af ræktinni...:)

     
  • At 10:45 f.h., Blogger Dagný said…

    dugleg ertu
    halda svo bara svona áfram

    annars er ég ekkert orðin góð í fætinum
    hef ekki farið í ræktina ennþá
    grát grát

     
  • At 11:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Halló frænkur! ekki gott að þið séuð að slasa ykkur. vonandi grær það áður en þú giftir þig dagny. En eitt langar mig að vita´, ég sá þig um jólin og þú leist alveg mjög vel út og allt það og ég get einhvernvegin ekki ímyndað mér hvar þú sért að missa NIU cm sentimetra ???? hvar geymirðu þetta???

     
  • At 12:24 e.h., Blogger Dagný said…

    Blessuð Inga Steinlaug og takk fyrir síðast :)
    Getur maður ekki alltaf orðið grennri og spengilegri? hnmmmm? eða a.m.k svona næstum því.
    Þetta var reyndar rosa góð mæling og svo plataði ég nú aðeins þarna, er bara að fatta það núna. Þetta var mæling eftir tvær vikur en ekki eina.
    En svo eru cm fljótir að safnast saman þegar maður mælir á 7 stöðum á líkamanum (hægri kálfi, hægra læri, mjaðmir, magi, mitti, brjóst og hægri handleggur)

     
  • At 8:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Halló... Hvernig er það með ykkur þarna í Hollandinu.. eru þið alveg að hverfa????? Þetta er nú maganður árangur heilir 9 cm. Þið sem lituð svo vel út um jólin þegar að við hittum ykkur. Þið megið nú ekki grennast mikið meira er það???
    En vonandi fer þessi fótur þinn að lagast. Þó svo að þið komist ekki þá er ykkur samt boðið í afmæli til Sigga Gísla á Sunnudaginn ;) Annars biðjum við bara að heilsa í bili..
    kveðja Jóhanna og co.

     
  • At 12:40 f.h., Blogger Unknown said…

    vona svo sannarlega að fóturinn sé kominn í lag. Vá ég hef ekki farið í body pump síðan í Hollandi....
    Fer bara út að hlaupa hér á Ísalandinu, enginn svona geðveikur kuldi hér. Bara svona 5 stiga hiti núna og enginn snjór. Ljúft að komast aftur á hjólinu í vinnuna. Fínt að fá púlsinn aðeins upp svona í morgunsárið.

     

Skrifa ummæli

<< Home