MATARGATIÐ

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Júrójúró

Jæja. Þá er búið að sýna fyrstu 2 þættina af júróvision. Finnst þetta með eindæmum skemmtilegt sjónvarpsefni og ekki er spurningaþátturinn síðri. Ég skil samt ekkert í því hvað ég er léleg í að svara rétt. Ég verð bara svo ofboðslega stressuð og æst og fer bara að stama þvílíkt :)
Hlakka til að sjá þáttinn n.k laugardag. Það verður fróðlegt að sjá lagið með Sylvíu Nótt :)
Mér finnst eitt alveg merkilegt. Eigum við Íslendingar svona svakalega fáa lagahöfunda? Þetta eru allt meira og minna sömu höfundarnir sem eiga öll þessi lög. Svo eru nú nokkur lög þarna sem eru þvílíkt að sökka. Skil bara ekkert í því hvernig þau komust þarna inn.
En þau lög sem ég er gjörsamlega að tapa mér yfir (að því að mér finnast þau svo flott :)
eru :
Þér við hlið sem Regína Ósk syngur svo fanta vel.
og Andvaka sem Guðrún Árný flytur.
Þar á eftir kemur svo krúttið hann Friðrik Ómar með lagið Það sem verður. Flott stuðlag sem væri gaman að sjá á sviðinu í Grikklandi.
Þar þar á eftir eru svo lögin Strengjadans með Davíð Olgeirssyni og Hjartaþrá með Sigurjóni Brink. Finnst reyndar þetta síðarnefnda svona hallærislega skemmtilegt :)
Restin af lögunum sökka svona frekar mikið held ég bara.
Mér finnst samt algjört æði æði að horfa á þetta.
Meira dúllidúll síðar.

4 Comments:

  • At 3:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hehe... jahérna hér maður er nú aðeins búin að hugsa til þín á laugardagskvöldum þegar maður er að horfa á júróið. Þú ert nú allavega einn mesti júrófan sem ég þekki:)

     
  • At 5:14 e.h., Blogger Dagný said…

    já og þess vegna ætti ég nú að vera nokkuð góð í þessum spurningaleik, enda búin að sjá hverja keppni oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. En nei nei..þetta er of mikið stress fyrir mína parta :)

     
  • At 12:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já ég er soldið sammála þér með lagið Andvaka held það gæti komið vel út á sviðinu í Grikklandi, gleymdi að skrifa það á síðuna mína áðan þegar ég svaraði þér:)
    Heyrumst

     
  • At 11:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já þetta er spennandi...
    Spyrjum samt að leikslokum... það er einn þáttur eftir. Svo verður auðvitað svaka stuð að sjá öll skástu lögin aftur þegar úrslitakvöldið verður. Gaman gaman

     

Skrifa ummæli

<< Home