MATARGATIÐ

fimmtudagur, mars 23, 2006

LOKSINS

Kláraði Kleifarvatn eftir Arnald Indriða í gærkvöldi. Það er ekki búið að taka mig nema 15 mánuði að lesa hana :( hrikalega léleg.
Ég hef bara ekki komist í neinn lestrargír eftir að ég átti Malín. Nú bíður Vetrarborgin eftir sama höfund eftir mér á náttborðinu. Ætla rétt að vona að ég verði sneggri með hana.
Annars fannst mér Kleifarvatn vera slappasta bókin hans hingað til. Hlakka samt til að byrja á þeirri næstu. :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home